Endurskoðað aðalskipulag Skaftárhrepps 2010 – 2022 var staðfest af umhverfisráðherra þann 21. nóvember 2011.  Stærð sveitarfélagins er um 6800 km2 og er eitt landstærsta sveitarfélag landsins sem þekur um 7% af Íslandi. Aðalskipulagið er endurskoðun á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2002-2014 sem var staðfest 20. mars 2003. Endurskoðunin hefur verið til umfjöllunar hjá sveitarstjórn Skaftárhrepps frá því í október 2007.

Hvatinn að endurskoðun aðalskipulagsins voru m.a. þær miklu breytingar sem stofnun og stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs hefur á sveitarfélagið og einnig komu fram tillögur að nýjum orkuvinnslusvæðum.  Þá var samhliða aðalskipulagsgerðinni unnið að samstarfsverkefni sveitarstjórnar,  Umhverfisráðuneytinu, Landgræðslunni og Vegagerðinni að leita leiða við að stemma stigu við frekari uppblæstri og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár og þannig lágmarka tjón á náttúru svæðisins, einstæðum gróðurlendum, búsetu og mannvirkjum.

Leiðarljós aðalskipulagsins er að efla viðgang og vöxt sveitarfélagsins til hagsbóta fyrir íbúa þess. Áhersla er lögð á hófsemd og virðingu í umgengni við náttúruna, hagkvæma nýtingu lands og landsgæða, eðlilega þróun og æskilega nýbreytni í atvinnuháttum og trausta velferðarþjónustu.

Landmótun þakkar íbúum Skaftárhrepps og öllum sem komu að gerð skipulagsins fyrir gott og fræðandi samstarf.

Að hálfu Skaftárhrepps skipuðu Bjarni Daníelsson sveitarstjóri, Jóhannes Gissurarson og Þorsteinn M. Kristinsson vinnuhóp aðalskipulagsins sem unnu með Antoni Kára Halldórssyni yfirmanni tæknisviðs. Eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2010 komu einnig að lokafrágangi Jóna S. Sigurbjartsdóttir varaoddviti og Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri.
Skipulagsráðgjafar frá Landmótun voru Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt, Margrét Ólafsdóttir landfræðingur og Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur.

 

Hér fyrir neðan eru staðfest skipulagsgögn.

Greinargerð

Þéttbýlisuppdráttur

Sveitarfélagsuppdráttur

Sveitarfélagsuppdráttur skipulagi frestað