Landmótun sf hefur þróað innra gæðakerfi í langan tíma.  Nýleg viðbót er SAMGÖNGUSTEFNA – sem tekur til vistvænna samgangna og ferðavenja. Tilgangur með stefnunni er að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvæna ferðamáta og hvetja til aukinnar umhverfisvitundar í allri vinnu stofunnar.
Í framhaldinu var undirritaður samgöngusamningur við Stætó bs. Samningurinn gefur starfsmönnum Landmótunar færi að nýta sér Samgöngukort Strætó bs.