Skriðuklaustur

Skriðuklaustur

Helgina 18.-19. ágúst, var haldin Skriðuklausturshátíð í Fljótsdal.   Tilefnið var að lokið er tíu ára rannsókn á rústum hins forna Ágústínusarklausturs sem þar stóð á sextándu öld.  Klaustur á Skriðuklaustri var starfrækt 1493-1554

Uppgröftur á kaustri var starfrækt í Fljótsdal á árabilinu 1493-1554 hófst 2002 og lauk 2011. Út er komin  bók um rannsóknina á klaustrinu að Skriðu eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur.
Í ár hefur verið unnið að frágangi minjasvæðisins.  Í samráði við Fornleifavernd ríkisins hafa grunnform klausturbygginga og kirkju verið hlaðin upp og búið er að tyrfa veggi og umhverfi þannig að hægt er að feta í fótspor þeirra sem dvöldu í klaustrinu á 16. öld. Þá hefur verið komið fyrir útsýnispalli fyrir ofan svæðið með fræðsluskiltum.
Landmótun hefur undanfarin ár unnið að mótun framtíðarskipulags á Skriðuklausturs torfunni.  Útsýnispallur er hannaður á Landmótun í samvinnu við verkfræðistofu Austurlands.