Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft

Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft

Í dag 31. október stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi um vistvænar byggingar, gróður og inniloft. Þar sem fjallað verður um mikilvægi góðs innilofts og hönnun vistvænna bygginga skoðuð út frá sjónarhorni notenda og lýðheilsumarkmiða.

Kristbjörg Traustadóttir, landslagsarkitekt á Landmótun, er með erindi á fundinum. Kristbjörg leggur áherslu á að skoða grænt umhverfi bygginga og hvernig það getur haft áhrif á hegðun fólks og aukið lífsgæði hvort sem er á vinnustað, heimili eða í borgarumhverfinu almennt.

Að fundinum stendur Vistbyggðarráð, nánari upplýsingar eru á www.vbr.is.