María Guðbjörg Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur

María Guðbjörg Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur

MaríaÞann 20. mars síðastliðinn varði María Guðbjörg Jóhannsdóttir meistaraverkefni sitt í  skipulagsfræðum. Heiti verkefnis Maríu  er Rýnt í skipulagseinkenni þéttbýlisstaða í fjörðum á Íslandi – Ísafjörður, Siglufjörður og Neskaupstaður. Leiðbeinandi var Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við LbhÍ og Dr. Bjarni Reynarsson.

María rýndi í skipulagseinkenni þéttbýlisstaða í fjörðum á Íslandi. Staðirnir Ísafjörður, Siglufjörður og Neskaupstaður eru skoðaðir með aðferðum borgarformfræðinnar og skipulagssaga þeirra metin. Rýnt var í orsakir og afleiðingar borgarforma þar sem borgarlandslagið er lesið líkt og sögulegt skjal þar sem fortíðin er lykillinn að framtíðinni. Aðferðirnar eru gagnlegt verkfæri til að láta nýja byggð falla að eldri byggð svo staðirnir haldi í sérkenni sín. Sérkenni staðanna felast í t.d. byggingarstílum, götumynstri, uppröðun landnotkunar eða staðsetningu húsa á lóðum. Farið var yfir sögu staðanna, greint frá þróun þeirra og helstu atburðum frá upphafi þéttbýlismyndunar til nútíðar. Rýnt var í landslag og landnotkun, borin saman form og mynstur sem götur, hús og lóðir mynduðu og leiðandi byggingarstílar. Greiningar á skipulagseinkennum þéttbýlisstaða í fjörðum veita góða innsýn á þróun þéttbýlisstaða við strandlínu Íslands, hvernig byggðirnar þróuðust, hver eru sameiginleg einkenni þéttbýlisstaða í fjörðum og af hverju.“

Óskar Landmótun Maríu hjartanlega til hamingju með áfangann.