Vogaskóli í Reykjavík

Vogaskóli í Reykjavík

Staðsetning: Vogaskóli í Reykjavík.
Notkun: Skólalóð.
Samstarf: Studio grandi, Hnit hf og Rafhönnun.
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir.
Verkkaupi: Reykjavíkurborg.
Hönnunartími og verktími: Unnið 2007 til 2009.
Stærð:Flatarmál lóðar 11.358 m² og flatarmál húss 1.978 m²

Hönnun á endurgerð lóðar við eldri grunnskóla og viðbyggingu.

Vogaskóli liggur í grónu íbúðahverfi og stendur á tiltölulega þröngri lóð. Lóðin hefur göngutengingar út í hverfið á allar hliðar og nota íbúar hverfisins hana talsvert.  Vogaskóli vinnur gegn einelti eftir Olweusaráætlun og var það sérstaklega haft í huga við hönnun lóðarinnar. Lóðinni er skipt í reiti eða rými með mismunandi yfirborðsefnum og nýtist til margvíslegra athafna og leikja, bæði á skólatíma og utan.