Á MÖRKUNUM
Hönnunarmars 2011 | Snortið landslag | FÉLAGIÐ | Grandagarði 16, 2. hæð | 24.-27.03

Landmótun
Á MÖRKUNUM þar sem land mætir vatni og vatn mætir landi.

Vatn hefur heillað manninn frá upphafi tímans, vatn er okkur lífsnauðsyn en líka uppspretta skáldskapar og hugmynda; tær dropi á mosa getur speglað allan heiminn, lækurinn hjalað ljóð í eyra og óendanleikinn orðið áþreifanlegur þegar sólin sest yfir úthafinu.

Að vinna á mörkum lands og vatns er sérstakt verkefni, hvort sem um er að ræða sjávarströnd eða lækjarbakka.
Hugmyndin með sýningunni Á MÖRKUNUM er að opna rifur eða gægjugöt inn í nokkur verk landslagsarkitektanna á Landmótun sem fjalla um þetta síbreytilega og heillandi þema.

BRYGGJUR VIÐ SJÓMINJASAFNIÐ
LÆKURINN Í HAFNARFIRÐI
YLSTRÖNDIN Í NAUTHÓLSVÍK
VIÐ KÓPAVOGSLÆK