Heiðarborg

Staðsetning: Selásbraut 56, Reykjavík.
Notkun: Leikskólalóð 
Landslagsarkitektar Landmótun: Yngvi Þór Loftsson, Kristbjörg Traustadóttir og Jóhann Sindri Pétursson 
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími: 2014-2015
Stærð: 2750 m²

Lagt var upp með að auka flæði innan lóðarinnar og ýta undir fjölbreyttari leik með myndun mismunandi svæða. Endurnýting var mikilvægur hluti af verkinu og tókst að endurnýta nánast allar hellur og gróður sem var á lóðinni.

HS-Heidrab_01HS-Heidrab_04Hringhjólaleið var lögð umhverfis kastalasvæðið og börnum gefið færi á að ferðast um alla lóðina á hjóli. Lega sleðabrekku var breytt til að stýra börnum frá því að renna á bygginguna. Tröppum vestan við skólann var skipt út fyrir timburstalla sem nýtast nú sem áhorfendasæti. Ýtt er undir jákvæð áhrif skógarsvæða á börn með samspili hærri trjáa og kurli í skógarbotni á norðurhluta lóðarinnar auk gjafabrettis til að auka fuglalíf á svæðinu. Náttúruleiksvæði með jafnvægisslám, tipplum úr trjástofnum og grjótstiklur úr endurnýttu efni frá lóðinni leiðir börnin frá skógarsvæðinu meðfram upphækkuðum matjurtagarði að sandkassa með kofa fyrir eldri börnin.

Matjurtagarður var upphækkaður til að auðvelda börnum að taka þátt í ræktuninni. Þar sem fallvarnarefna var þörf undir leiktækjum var möl skipt út fyrir gervigras og gúmmímottur á slitflötum. Stórir fletir gerviefna voru brotnir upp í lit til að nýta skæra liti þeirra í leik.

English:
Renovation of older kindergarten playground. The design focused on diversity,
using different types of materials and creating spaces with an emphasis on
imaginative play

Kringså, leiksvæði fyrir einhverfa í Osló

Staðsetning: Sognsveien, Oslo.
Notkun: Skólalóð
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir
Samvinna:  VSÓ verkfræðistofa.
Verkkaupi:  Osló, undirvisningsbygg.
Hönnunar- og verktími:  2014- í vinnslu
Stærð: um 1200 m²

HS1405_Kringsaa-01Hönnun á umhverfi nýbyggingar sem að stórum hluta er ætluð nemendum með einrænu. Við bygginguna er aflokaður garður sem sérstaklega er miðaður að þörfum þessa nemendahóps. Garðinum er skipt upp í einingar eða svæði, bæði með efnisvali og notkun á gróðri. Leiktæki og setsvæði miðast við að mæta mismunandi þörfum og getu einstaklinga. Garðurinn býður m.a. upp á margbreytilega hreyfingu, frjálsan leik og boltaleiki. ásamt dvalarsvæðum bæði fyrir einstaklinga og stærri hópa. Létt þök úr segldúk mynda notaleg rými. Litaval er varfærið og lögð er áhersla á þægilegt og auðlesið umhverfi. Öll hönnun miðast við aðgengi fyrir alla.

HS1405_Kringsaa-02

 

English: Landscape design to tender. Renovation of a school ground around a new building for pupils with autism. A closed garden was specially designed with this in mind. The garden has different areas, indicated with floor material and use of vegetation. There are possibility for different movement, free games and ball playing. Different sitting areas give place for togetherness as well as solitude, using light sail roofs for room giving. Cautious use of color and universal design makes the area welcoming, safe and easy to use.

Landmótun ásamt VA Arkitektum og Eflu sigra samkeppni um Úlfarsárdal

2014
Tillaga VA Arkitekta ásamt Landmótun  og verkfræðistofunni Eflu hlýtur fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðarbyggðar.

Í umsögn dómnefndar segir m.a:

“Hlaðið á milli menningarmiðstöðvarinnar og íþróttamannvirkisins er auðfinnanlegt og afar skemmtilega útfært. Þetta miðsvæði hefur allt til að bera til að verða eftirsóttur dvalarstaður fyrir alla borgarbúa.”
“Þ
akgarðar af ýmsu tagi bjóða upp á aðstöðu fyrir útikennslu og margs konar aðra nýtingarmöguleika. Beint aðgengi eldri nemenda að eigin þakgarði og bein tengsl við útivistarsvæðið í suðri auka enn á gæði tillögunnar. Smiðjunni er valinn góður staður í vestasta hluta byggingarinnar og er í beinum tengslum við skjólgott útisvæði og tengist báðum hæðum skólans.”
“Leikskólinn teygir sig til suðurs og mótar skjólgott útivistarsvæði fyrir yngri börnin og er staðsetningin með tilliti til núverandi Dalskóla afar heppileg.”

Hér má skoða hluta tillögunnar sem pdf skjöl í góðri upplausn:
yfirlitsmynd, tröpputorg-grunnmynd og mynd af tröpputorgi.