Snæfellsstofa gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Staðsetning: Snæfellsstofa, Fljótsdalshreppur, Ísland.
Notkun: Lóð,  aðkoma og bílastæði við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Austurlandi.
Samstarf: Arkís, Efla, Verkís og FSR.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen,  Þórhildur Þórhallsdóttir og Aðalheiður E Kristjánsdóttir.
Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður unnið í umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins.
Hönnunartími og verktími: 2008-2011
Stærð: Lóð gestastofu um 32.510  m2.

 

Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 12.000 ferkílómetrar eða um 11% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla. Markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Um þjóðgarðinn sjá nánar á http://www.vatnajokulsthjodgardur.is.

Í upphafi árs 2008 var haldin hönnunarsamkeppni um gestastofu að Skriðuklaustri sem FSR annaðist fyrir hönd verkkaupa það er Umhverfisráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarðs.   Fyrstu verðlaun hlaut Arkís, höfundar Birgir Teitsson og Arnar Þór Jónsson.

Með orðum arkitektanna er megin hugmynd verðlaunatillögunnar „Bygging gestastofunnar að Skriðuklaustri miðlar reisn náttúrunnar umhverfis hana og er í sterkum tengslum við nærumhverfið.   Hún laðar gesti að vegna áberandi sérstöðu en virkar um leið hvetjandi til jafnt inni-  sem útiveru.  Byggingin er höfð í þremur hlutum til þess að nýta hana sem best á ólíkum árstímum.  Gestastofunni er tyllt niður á lóðina þar sem áberandi brot er í hæðarlínu m og hún látin svífa létt yfir landinu.“

Arkís ehf. annaðist arkitektaráðgjöf , Efla ehf.  annaðist hönnun burðarþols og lagna, Verkís ehf. hönnun raflagna og Landmótun annaðist lóðarhönnun.

Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingar og lóðar við umhverfið og vistræn sjónarmið.  Staðlar um vistvæna hönnun voru uppfylltir og var notað vottunarkerfið BREEAM (British Building Research Establishment Environmental Assessment Method).

Snæfellsstofa var vígð í júní 2010 þó framkvæmdum væri ekki að fullu lokið.  Framkvæmdum við lóð lauk sumarið 2011 en loka lokafrágangur eins og stéttir við byggingu bíður betri tíma.

Orlofshúsasvæði VR í Miðhúsaskógi, Bláskógabyggð

Fyrir réttu ári vann Landmótun að breytingu á deiliskipulagi orlofshúsasvæðis VR í Miðhúsaskógi. Breytingin fólst í því að gera ráð fyrir tjald- og hjólhýsasvæði fyrir félagsmenn með það í huga að auka við fjölbreytileika í gistiaðstöðu á þessu vinsæla orlofshúsasvæði. Í framhaldi var svæðið hannað og verkið boðið út um síðustu áramót. Framkvæmdum lauk í júní s.l. en vegna mikilla þurrka í sumar var ákveðið að hlífa grasinu og fresta formlegri opnun til næsta vors. Leitast var við að nýta núverandi gróður á svæðinu til aðlögunar á jöðrum, stígum og vegum auk þess sem hluti af núverandi gróðri er óhreyfður. Nýr trjágróður til afmörkunar á rýmum var að uppstöðu  íslenskar tegundir s.s. birki, víðir og reyniviður.
Á svæðinu eru 40 undirbyggð og tyrfð stæði með rafmagnstengingum fyrir tjaldvagna, húsbíla, felli- og hjólhýsi og auk þess viðbótar tjaldsvæði í birkilautum á jöðrunum.  Innan svæðisins er fjölnota grasflöt, leikvöllur, körfuboltavöllur, grillsvæði og önnur sameiginleg aðstaða. Í um 50 m2 þjónustuhúsi er hreinlætisaðstaða með salernum, sturtum og aðstöðu fyrir uppvask, þvott og íverustaður umsjónarmanns.
Í framhaldinu voru gerðar miklar endurbætur á núverandi leiksvæði,  sem er miðsvæðis á orlofshúsasvæðinu og er nefnt Klettaból eftir klettadranga sem afmarkar svæði að austanverðu. Þar er fyrir malarvöllur og mínigolf  en sett voru upp ný leiktæki,  hlaupaköttur og uppblásinn “ærslabelgur”  Þá var lögð fimm brauta frisbígolfvöllur með tilheyrandi körfum og merkingum sem umlykur leiksvæðið.  Lögð var áhersla á að halda sem mest í birkikjarrið sem afmarkar leiksvæðið og skilur á milli mismunandi leikrýma.  Nýr stígur var lagður frá leiksvæðinu að tjald- og hjólhýsasvæðinu.

Að hálfu Landmótunar var skipulag og hönnun í höndum Yngva Þórs Loftssonar og Þórhildar Þórhallsdóttur í samstarfi við Tækniþjónustu Ragnars G Gunnarssonar. Ingi Gunnar Þórðarson byggingafræðingur hannaði þjónustuhúsið.  Frá VR var Einar M. Nikulásson umsjónarmaður verksins og verktakafyrirtækið Loftorka sá um framkvæmdir.

Háskólinn í Reykjavík

Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Notkun: Háskóli lóð og umhverfi
Samstarf:
Háskólabygging; Henning Larsen, Arkís. Mannvit, Verkís
Kaffi Nauthóll: Nexus Architects, Almenna
Bílastæði: Efla, Verkís
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen og Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi: Reykjavík University og Reykjavíkurborg
Hönnunartími: 2007-2010
Stærð: Lóð háskóla 46.706 m2.  Með bílastæðum og Kaffi Nauthól ca. 100.000 m2

Árið 2006 var haldin samkeppni um skipulag og hönnun.  Landmótun tók þátt sem samstarfsaðilar Henning Larsen Tegnestue A/S frá Danmörku og Arkís ehf.   Niðurstaða dómnefndar var að fara í samstarf við hópinn um frekari útfærslu á hugmyndinni.
Hlutverk landslagsarkitektana var hugmyndavinna í samkeppnisteyminu, gerð breytinga á deiliskipulagi  í samvinnu við deiliskipulagshöfunda og síðan útfærsla á lóð og umhverfi til útboðs.
Megin hugmynd samkeppnistillögunnar var að háskólinn byggðist umhverfis lifandi miðju  “a living unviversCity” um leið og hann stæði fram sem ákveðið, nýtt og ferskt  landamerki í höfuðborginni Reykjavík.  Háskólinn er byggður upp eins og miðborg með torgum, götum og görðum.  Hönnun á lóð og umhverfi miðaðist við það sérstæða umhverfi sem byggingin stendur í. Háskólinn er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar, rétt við ylströndina í Nauthólsvík. Til viðbótar var unnið að umhverfi stúdentakaffihúss (kaffi Nauthóll) sunnan við háskólann og bílastæðum norðan við hann. Litið var á þaksvæði bygginganna sem umhverfisflöt, enda áberandi í umhverfinu.  Þökin eru lögð lyng og mosaþökum, sjávarborðum steinum og harðviðapöllum.  Sérstakt lag bygginganna, sem teygja sig allar út frá miðjunni “sólinni” og út í umhverfið, leifðu að landslagið vari dregið að og inn á milli bygginganna.  Skógurinn í Öskjuhlíð  og grassvæðið við rústir gamla bæjarins Nauthóls  tengjast alveg inn að byggingunni og umlykja hana.  Að aðalinngangi liggur borgartorg þar sem unnið er með steinsteypu, grágrýti og sérstaka lýsingu.

Project Details:
Location: Reykjavík, Iceland
TypeUniversity Campus
Partners:
Háskólinn (University): Architects: Henning Larsen, Arkís. Cons. engineers: Mannvit, Verkís
Café: Nexus Architects, Almenna Consulting engineers
Car park:  Consulting engineers: Efla, Verkís
Landscape arcitekts: Einar E. Sæmundsen og Áslaug Traustadóttir
Client: Reykjavík University og Reykjavíkurborg
Design date: 2007-2010
Gross area: Lóð háskóla / Campus; 46.706 m2.  Með bílastæðum og Kaffi nauthól / With Car parks and Café ca. 100.000 m2

Price winning Competition project from 2006.
Landscape design for the Campus around the new education and administration buildings of the University of Reykjavik.  The Campus is situated in the foothill of Öskjuhíð, near Nauthólsvík geothermal beech.
The layout of the University is classic, close-knit urban structure with streets, squares, recesses and courtyards. The main central space of the University – Crossroads – fulfils the function of the main square of a classic town.  The surroundings are “drawn in to” the center between the buildings with grass turf, local trees, water, and height quality concrete pathways.  The courtyards or small gardens, each with unique design will give identity and daylight inn to the University building. A pattern of colors and materials changing with the season and time of day.
Since, from several positions, the roof of the university is visible from above, the different levels of the roof are treated as a series of differentiated surfaces.  These roof carpets are seen as a mix of wooden decks, rocks and different types of moss