Faktorshúsið á Djúpavogi

Faktorshúsið á Djúpavogi var reist 1848 og er næstelst þeirra húsa sem uppi standa í sveitarfélaginu. Húsið stendur á grunni eldra húss sem, sem byggt var 1779.

Faktorshúsið og Langabúð hafa sett mikinn svip á byggðina við Voginn. Endurbygging Faktorshússins hefur staðið yfir í mörg ár en nú styttist í að húsið fái nýtt hlutverk m.a. sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjónustu.

Framkvæmdir við lóð Faktorshússins hófust í vor og miðar vel áfram. Einar E. Sæmundsen og Jóhann Sindri Pétursson hafa unnið fyrir hönd Landmótunar með sveitarstjórn að því að byggja upp umhverfi hússins og móta að nýju hlutverki. Endurgerð hússins hefur verið í höndum arkitektastofunnar ARGOS ehf., Arkitektastofu Grétars og Stefáns. Verktaki við lóðarframkvæmdir er Ari Ó. Jóhannesson.

IMG_9849 IMG_0069

BUGL heilsu og meðferðagarður

Staðsetning: Dalbraut í Reykjavík
Notkun: Heilsu- og meðferðagarður
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Einar E Sæmundsen, Kristbjörg Traustadóttir
Samvinna:  MPM nemendur við HR, Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi við BUL.
Verkkaupi:  Landspítali Háskólasjúkrahús.
Hönnunar- og verktími:  2012
Stærð: um 675 m²

Endurgerður garður við BUGL, Barna og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahús.

Garðurinn er sá fyrsti sem gerður er sem heilsu og meðferðargarður fyrir börn og unglinga á Íslandi. Lögð var rík áhersla á að móta umhverfi í samræmi við heilsu og getu einstaklinga, þannig að umhverfið hafi holl og nærandi áhrif, bæði andlega og líkamlega. Garðurinn býður m.a. upp á margbreytilega hreyfingu, frjálsa leiki og boltaleiki.

Dvalarsvæði bjóða uppá samstarf, hópmeðferð eða bara að snæða nestið sitt. Kyrrðarlundurinn fyrir rólegheit er mjög vinsæll, þak með léttu segli eykur á rýmismyndun. Plantað var runnum með mismunandi blómgunartíma, berjarunnum og ávaxtatrjám. Komið var fyrir fuglahúsi og fæðubretti ásamt því að stórum náttúrusteinum var fundinn staður. Náttúrulegt efni var notað eins og kostur var og húsgögnin frá verndaða vinnustaðnum Ásgarði  passa skemmtilega í garðinn.

 

BUGL_sept128.

English: Landscape design, health- and treatment garden at BUGL, Child and Adolescent Psychiatric Department.

BUGL receives children up to 18 years old who deal with mental health issues.
The garden is the first health garden special designed for children and adolescents in Iceland.
The main goal was creating nourishing environment, mentally as well as physically. The garden gives possibility for different movement, free games and ball playing. There are sitting areas for group therapy and togetherness as well as quiet grove for individuals and solitude. Pants with different colors, blooming time, berries and texture were planted, bird house and natural stones found their place. Natural material where used as much as possible.

BUGL_fyrir-eftir-01jpg

Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ

Staðsetning: Langatangi 2A, Mosfellsbæ.
Notkun: Lóð  við hjúkrunarheimili.
Samstarf:  Thg arkitektar og verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar
Landslagsarkitektar  Landmótun: Áslaug Traustadóttir og Þórhildur  Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Mosfellsbær
Hönnunartími og verktími:  Unnið 2011 til 2013
Stærð:Flatarmál  lóðar 8.914 m²  og stærð bygginga 2.203 m²

Hjúrkrunnarheimilið í Mosfellsbæ var opnað formlega 27. júní 2013. Heimilið hefur hlotið nafnið Hamrar.

Hjúkrunarheimili Mosfellsbæ

.

Við dvalarheimilið er nokkuð stór garður. Unnið var með gönguleiðir og gróður ásamt tengingum út í aðliggjandi svæði.

Við bygginguna er komið fyrir dvalarsvæðum fyrir íbúa og á lóðinni er aflokaður dvalargarður, sérstaklega ætlaður heimilisfólki á lokaðri deild.  Garðurinn er einfaldur og þægilegur, með upphækkuð beð, bekki og snúrustaura.  Aðkomusvæði og bílastæði voru  hönnuð með aðkomu allra í huga.

 

 

Dvalarsvæði

.

English: Landscape design, a nursing home for the elderly.

The ground is relatively spaces. Here we worked with walking paths and vegetation, connections to the surroundings and special sitting areas.

On the site is also a special garden intended for residents of a closed ward. This garden has simple, easy walk ways, raised vegetation beds and clotheslines. The entrance areas and parking are designed with Universal design in mind as well as the whole site.

Hjúrkrunnarheimili í Mosfellsbæ

Dvalarsvæði með snúrustaurum