Landmótun á Hönnunarmars í Hörpu

Landmótun tekur þátt í sýningu SAMARK í Himnastiga Hörpu á Hönnunarmars 23. – 26. mars 2017 en yfirskrift sýningarinnar er Virðisauki arkitektúrs. Landmótun kynnir þar útsýnispalla og göngustíga sem stofan hannaði við Dettifoss í Jökulsárgljúfri. Verkefnið er unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í samvinnu við Eflu verkfræðistofu.

Dettifoss  er einn magnaðasti foss Íslands og áfangastaður fjölda ferðamanna allt árið um kring.  Á hamrabrún var valinn nýr útsýnisstaður sem opnar sýn inn gljúfrið, beint á fossinn. Pallarnir eru tveir og gefur annar færi á að standa í fossúðanum. Svífandi stígur frá bílastæði mun verða öllum fær. Efni var valið í samræmi við umhverfi, gráleitar glertrefjagrindur, stál og lerki. Grindurnar þola mikinn ágang, eru stamar og hreinsa vel af sér snjó og klaka. Við framkvæmdina var landinu hlíft eins og hægt er. Pallar og stígar eru með festingum sem gerir afturkræfni mögulega.

Útsýnispallur við Dettifoss sem reistur var 2015 (Landmótun sf.)

Markmið er að styrkja innviði, stýra álagi og auka ánægju gesta auk þess að veita komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þeirra náttúrugæða sem í dag er stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með því skapast hringrás upplifunar, öryggis og verndunar íslenskrar náttúru.

Sýningarhönnuður fyrir Landmótun er Þórarinn Blöndal myndlistarmaður.

Við hvetjum sem flesta að koma við í Hörpu um helgina.

Skriðuklaustur

Helgina 18.-19. ágúst, var haldin Skriðuklausturshátíð í Fljótsdal.   Tilefnið var að lokið er tíu ára rannsókn á rústum hins forna Ágústínusarklausturs sem þar stóð á sextándu öld.  Klaustur á Skriðuklaustri var starfrækt 1493-1554

Uppgröftur á kaustri var starfrækt í Fljótsdal á árabilinu 1493-1554 hófst 2002 og lauk 2011. Út er komin  bók um rannsóknina á klaustrinu að Skriðu eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur.
Í ár hefur verið unnið að frágangi minjasvæðisins.  Í samráði við Fornleifavernd ríkisins hafa grunnform klausturbygginga og kirkju verið hlaðin upp og búið er að tyrfa veggi og umhverfi þannig að hægt er að feta í fótspor þeirra sem dvöldu í klaustrinu á 16. öld. Þá hefur verið komið fyrir útsýnispalli fyrir ofan svæðið með fræðsluskiltum.
Landmótun hefur undanfarin ár unnið að mótun framtíðarskipulags á Skriðuklausturs torfunni.  Útsýnispallur er hannaður á Landmótun í samvinnu við verkfræðistofu Austurlands.

Snæfellsstofa gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Staðsetning: Snæfellsstofa, Fljótsdalshreppur, Ísland.
Notkun: Lóð,  aðkoma og bílastæði við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Austurlandi.
Samstarf: Arkís, Efla, Verkís og FSR.
Landslagsarkitektar Landmótun: Einar E. Sæmundsen,  Þórhildur Þórhallsdóttir og Aðalheiður E Kristjánsdóttir.
Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður unnið í umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins.
Hönnunartími og verktími: 2008-2011
Stærð: Lóð gestastofu um 32.510  m2.

 

Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 12.000 ferkílómetrar eða um 11% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla. Markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Um þjóðgarðinn sjá nánar á http://www.vatnajokulsthjodgardur.is.

Í upphafi árs 2008 var haldin hönnunarsamkeppni um gestastofu að Skriðuklaustri sem FSR annaðist fyrir hönd verkkaupa það er Umhverfisráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarðs.   Fyrstu verðlaun hlaut Arkís, höfundar Birgir Teitsson og Arnar Þór Jónsson.

Með orðum arkitektanna er megin hugmynd verðlaunatillögunnar „Bygging gestastofunnar að Skriðuklaustri miðlar reisn náttúrunnar umhverfis hana og er í sterkum tengslum við nærumhverfið.   Hún laðar gesti að vegna áberandi sérstöðu en virkar um leið hvetjandi til jafnt inni-  sem útiveru.  Byggingin er höfð í þremur hlutum til þess að nýta hana sem best á ólíkum árstímum.  Gestastofunni er tyllt niður á lóðina þar sem áberandi brot er í hæðarlínu m og hún látin svífa létt yfir landinu.“

Arkís ehf. annaðist arkitektaráðgjöf , Efla ehf.  annaðist hönnun burðarþols og lagna, Verkís ehf. hönnun raflagna og Landmótun annaðist lóðarhönnun.

Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingar og lóðar við umhverfið og vistræn sjónarmið.  Staðlar um vistvæna hönnun voru uppfylltir og var notað vottunarkerfið BREEAM (British Building Research Establishment Environmental Assessment Method).

Snæfellsstofa var vígð í júní 2010 þó framkvæmdum væri ekki að fullu lokið.  Framkvæmdum við lóð lauk sumarið 2011 en loka lokafrágangur eins og stéttir við byggingu bíður betri tíma.