Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Fljótsdalshreppur er að vinna við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Leitað hefur verið til Landmótunar sf. til að vinna að aðalskipulaginu í samvinnu við sveitarstjórn.

Verkefnið felur í sér endurskoðun á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2002 – 2014  sem staðfest var 20. apríl 2004 en Landmótun sf var einnig ráðgjafi við gerð þess skipulag.

Áætlað er að endurskoðuninni verði lokið vorið 2014 en verkefnisstjórar eru þeir Einar E. Sæmundsen og Óskar Örn Gunnarsson.

 

Samið um gerð aðalskipulags Húnaþings vestra

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur gengið til samnings við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir allt sveitarfélagið. Hinn 1. janúar 2012 sameinuðust
sveitarfélögin Húnaþing vestra og Bæjarhreppur undir  nafninu Húnaþing vestra og er heildarstærð skipu­lags­svæð­is um 3.019 km2.

Nýtt aðalskipulag byggir á stefnumörkun, forsendum og uppdráttum frá gildandi aðalskipulögum, deiliskipulögum fyrir svæðið og landsáætlunum. Aðalskipulag Bæjarhrepps 2006-2026 var staðfest 17.12.1996 og aðalskipulag Húnaþings vestra 2002-2014 var staðfest 9. júní 2002.

Landmótun hafði áður unnið aðalskipulag fyrir Húnaþing vestra 2002-2014.  Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri en áætlað er að vinnunni verði lokið vorið 2014.

Aðalskipulag Ölfuss staðfest

Endurskoðað aðalskipulag Ölfuss 2010 – 2022 var staðfest af Skipulagsstofnun þann 21. september 2012. Aðalskipulagið tekur til alls lands innan marka sveitarfélagsins Ölfus, þ.e. til þéttbýlis í Þorlákshöfn, dreifbýlis og afréttarlanda. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 740 km2.
Meginmarkmið aðalskipulagsins er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknaverða.

Vinna við endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus hefur verið unnin með hléum allt frá árinu 2007. Að þessari vinnu komu skipulagsfulltrúi, skipulagsnefnd sveitarfélagsins ásamt skipulagsráðgjöfum. Skipulagsráðgjafar voru frá Landmótun sf. Óskar Örn Gunnarsson og frá Steinsholti sf.  Gísli Gíslason, Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Sveinsdóttir.

Hér má finna staðfest skipulagsgögn.