Aðalskipulag Fljótsdalshrepps staðfest

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps staðfest

10.des.2014.

Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun þann 3. desember 2014. Fljótsdalshreppur er sveitarfélag á Héraði á Austurlandi og nær yfir Fljótsdal og nálæg svæði, allt suður að Vatnajökli. Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030 tekur til alls lands innan staðarmarka sveitarfélagsins. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 1516 km2.

Meginmarkmið aðalskipulagsins er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu m.s. að taka frá byggingaland fyrir vöxt kjarna.

Skipulagsgögnin eru byggðauppdráttur af Fljótsdalshreppi, mkv. 1:30.000, hálendisuppdráttur mkv. 1:50.000, forsendur og umhverfisskýrsla og greinargerð. Að auki er skipulagsáætlunin sett fram á nokkrum séruppdráttum til þess að skýra forsendur og helstu þætti aðalskipulagsins.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps hófst í lok árs 2012. Að þessari vinnu kom oddviti hreppsins Gunnþórunn Ingólfsdóttir, byggingar- og skipulagsnefnd ásamt skipulagsráðgjöfum Landmótunar sf. þeim Einari E. Sæmundsen, Óskar Erni Gunnarssyni, Margréti Ólafsdóttur og Lilja Kristín Ólafsdóttir. Hér eru staðfest skipulagsgögn.