Endurbætt Akratorg verður tekið í notkun á 17. júní

10.06.2014.
Nýtt, endurbætt og glæsilegt Akratorg verður formlega tekið í notkun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Tillaga Landmótunar varð hlutskörpust og hlaut 1.verðlaun. Megin hugmynd verðlaunatillögunnar var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi.

Deiliskipulag Akratorgsreits var síðan unnið á grundvelli samkeppnistillögunnar árið 2012. Í kjölfarið var hafin vinna við hönnun torgsins í samvinnu við bæjaryfirvöld á Akranesi.

Álafosskvos

Staðsetning: Álafossvegur við Varmá í Mosfellsbæ
Notkun: Götur og torg
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi: Mosfellsbær
Hönnunartími og verktími: 1 áfangi 2001, 2 áfangi 2011.  Í vinnslu.

Hönnun á götu, gönguleiðum og umhverfi við Varmá í Álafosskvos í Mosfellsbæ.
Álafosskvos er gamalt iðnaðarumhverfi en hér stóðu ullarverksmiðjur Álafoss til skamms tíma. Svæðið hefur verið framkvæmt í áföngum og endurgert með nýjum yfirborðsefnum með kostnaðargát og sjálfbærni í huga. Sérstaklega er unnið með yfirborðsvatn í hæðarsetningum og frágangi en öllu vatni er skilað í Varmá. Vegna aðstæðna í kvosinni er gangandi og akandi umferð blandað saman þar sem gangandi og hjólandi hafa forgang. Handrið, byggt á eldra handriði brúarinnar með nýrri skírskotun í ullariðnaðinn, afmarkar gönguleiðir og bakka Varmár. Í dag er Álafosskvos miðstöð listamanna og handverksfólks. Verkefnið er framhald af umhverfisskipulagi sem unnið var meðfram Varmá frá fjöru til fjalla.

English: Urban square and street in an old factory setting along the small river Varmá in Mosfellsbær. A full renovating of the public streets and surroundings was performed over a period of time.
With sustainability in mind all water is returned to the river. Do to the circumstances in Kvosin the traffic is mixt where pedestrians and cyclists have priority. The old bridge got a new rail inspired by the old wool factory. Today workshops, cafés and artists’ studios fill the houses. The aerie is part of a large plan over the river from the seashore to mountain.

Bryggjur við sjóminjasafnið Víkina

Staðsetning: Gamla höfnin í Reykjavík
Notkun: Göngubryggjur fyrir almenning
Samstarf: Mannvit verkfræðistofa
Landslagsarkitektar Landmótun: Aðalheiður Erla Kristjánsdóttir
Verkkaupi: Faxaflóahafnir
Hönnunartími og verktími: 1 og 2 áfangi 2009 – 2012. Nýr áfangi 2014

BRYGGJUR VIÐ SJÓMINJASAFNIÐ
Bryggjurnar eru fyrsti hluti af strandgönguleið við gömlu höfnina í Reykjavík. Lega bryggjanna byggir á 1. verðlaunatillögu að rammaskipulagi fyrir Mýrargötureit sem Landmótun var aðili að. Bryggjurnar eru úr harðviði, „bryggjutimbri“ og tengja á einfaldan hátt borgarumhverfið við sjóinn með markvissri hönnun á bryggjuköntum og bryggjustólpum.

English:
PIER AT THE MARITIME MUSEUM
The pier is the first part of the coastal promenade along the old harbor in Reykjavik. The layout is based on of a winning proposal “Mýrargata – slippsvæði” where Landmótun was part of the winning team. The pier is made of hardwood, and connects the city to the harbor environment through careful design of dock edges and pollards. The first part of the pier opened in 2010 on the Fishermen’s day.