Langholtskirkja

Staðsetning: Langholtskirkja, Sólheimum 11 – 13, Reykjavík.
Notkun: Kirkjutorg, aðkoma og umhverfi kirkju og safnaðarheimilis.
Samstarf: Hnit verkfræðistofa, Rafhönnun og Þórarinn Þórarinsson arkitekt.
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir og Samson B. Harðarson.
Verkkaupi: Safnaðarstjórn Langholtskirkju – umhverfi kirkju og safnaðarheimilis. Reykjavíkurborg – bílastæði.
Hönnunartími og verktími: Lokið 2005.
Stærð: Svæði heild um 8500 m2

Hönnun á umhverfi eldri kirkju og safnaðarheimilis í borgarumhverfi. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á að undirstrika stílhreinan arkitektúr byggingarinnar og skapa umgjörð um þær athafnir og menningarviðburði sem fram fara í kirkjunni.

Lóðin var hönnuð af landslagsarkitektunum Áslaugu Traustadóttur og Samson B Harðarsyni.  Þórarinn Þórarinsson arkitekt hannaði klukkuturninn en aðrir sem komu að hönnun voru m.a. verkfræðistofan Hnit og Rafhönnun.   Framkvæmdin var samstarfsverkefni gatnadeildar Reykjavíkur og safnaðar Langholtskirkju.

18.8.2010 veitti Reykjavíkurborg lóð Langholtskirkju viðurkenningu í flokki stofnannalóða. Lóðin fékk viðurkenningu fyrir góðan og fallegan lóðafrágang. Lóðin er sögð vera “stílhrein, gróðri komið fyrir á smekklegan hátt og aðgengi allra um lóðina er gott”.

English: The timeless and stylish architecture of the building was the main focus in the design process. As was easy access and to create a framework for the activities and cultural events that take place in the church.

 

2010. Reykjavik city grants Langholtskirkja recognition in the category of institutional grounds.

Lækurinn í Hafnarfirði

Lækurinn í Hafnarfirði - loftmynd

Staðsetning: Hafnafjörður
Notkun: Útivistarsvæði og gönguleiðir í miðbæjarumhverfi.
Samstarf: Efla consulting engineers, Tera s/f, Vsb consulting engineers.
Landslagsarkitektar Landmótun:  Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hermann G Gunnlaugsson og Áslaug Traustadóttir.
Verkkaupi: Harnarfjarðarbær
Stærð heild: um 18.000 m2.
Unnið ár: Fyrri áfangi 2001–02, seinni áfangi 2007-08.

Hönnun á útvistarsvæði, götu og gönguleið meðfram Læknum í Hafnarfirði, frá Hörðuvöllum að Austurgötu.
Verkefnið er framhald af frágangi á skóla- (nýi Lækjarskóli)  og leikskólalóð við Hörðuvelli, sem var 1. verðlauna verkefni í samkeppni frá árinu 2000.

 

Lækjarsvæðið er mikilvægur hlekkur í útivistarkeðju sem tengir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar aðliggjandi heiðum.  Svæðið hefur þá sérstöðu að nýtast til útivistar jafnt að sumri sem vetri, en Hamarskotslækinn leggur iðulega á veturna og er þá nýttur vel af skautafólki.   Mikið fuglalíf einkennir svæðið en votlendið sunnan við er ákjósanlegt fæðu- og hvíldarsvæði, auk þess sem tíðar ferðir Hafnfirskra fjöldskyldna niður að Læk til þess að gefa öndunum bæta um betur.

Eitt aðalmarkmið við hönnun svæðisins var að draga fram þessi sérkenni í umhverfinu og um leið undirstrika andstæður manngerðra og náttúrulegra þátta.

Mjög sterk rýmismyndun er einkennandi fyrir svæðið.  Vatnið er lágpunktur og landið rís á þrjá vegu; Hamarinn til suðvesturs, hraunjaðarinn til austurs og byggðin í Hraununum til norðurs.   Fyrir vikið eru vellirnir í miklu skjóli fyrir ríkjandi vindáttum.  Sérstætt samspil  mann-gerðra þátta og náttúrulegs umhverfis; hrauns, lækjar og votlendis er ein-kennandi.

 

 

 

 

Gerður var göngustígur niðri við vatnsborð meðfram læknum allt frá Hörðuvöllum.  Við Skólabraut var stígurinn á hluta á brú þannig að vatnslistaverk fái notið sín sem best. Í lækinn voru sett nokkur fossa-þrep og eyjur stækkaðar með betri aðkomu fyrir fuglana.

English: Urban park, street and pathway along The Creek in Hafnarfjordur.
The aerie is connected to the 1. prize project; A new school and kinder garden at Hörðuvellir.

The old Hörðuvellir park and the streets Tjarnargata and Skólabraut in front the old Lækjarskóli school building. A full renovating of  the park and streets and a new pathway along the water. Wooden bridge in front of a water sculpture was made, small waterfalls in the Creek and the small islands made larger with easy access for birds.Lækurinn í Hafnarfirði