Landmótun ásamt VA Arkitektum og Eflu sigra samkeppni um Úlfarsárdal

2014
Tillaga VA Arkitekta ásamt Landmótun  og verkfræðistofunni Eflu hlýtur fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðarbyggðar.

Í umsögn dómnefndar segir m.a:

“Hlaðið á milli menningarmiðstöðvarinnar og íþróttamannvirkisins er auðfinnanlegt og afar skemmtilega útfært. Þetta miðsvæði hefur allt til að bera til að verða eftirsóttur dvalarstaður fyrir alla borgarbúa.”
“Þ
akgarðar af ýmsu tagi bjóða upp á aðstöðu fyrir útikennslu og margs konar aðra nýtingarmöguleika. Beint aðgengi eldri nemenda að eigin þakgarði og bein tengsl við útivistarsvæðið í suðri auka enn á gæði tillögunnar. Smiðjunni er valinn góður staður í vestasta hluta byggingarinnar og er í beinum tengslum við skjólgott útisvæði og tengist báðum hæðum skólans.”
“Leikskólinn teygir sig til suðurs og mótar skjólgott útivistarsvæði fyrir yngri börnin og er staðsetningin með tilliti til núverandi Dalskóla afar heppileg.”

Hér má skoða hluta tillögunnar sem pdf skjöl í góðri upplausn:
yfirlitsmynd, tröpputorg-grunnmynd og mynd af tröpputorgi.

 

 

Leikskólinn Skógarborg

Staðsetning: Efstaland 28, Reykjavík.
Notkun: Leikskólalóð
Samstarf: Dagný Helgadóttir arkitekt Fasteignastofu, Hnit hf, Rafhönnun hf
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  2005-2006
Stærð: 2.097 m² þar af leiksvæði 1.530 m²

Leikskólalóð við nýjan leikskóla í grónu umhverfi.

Leikskólinn Skógarborg er þriggja deilda skóli þar sem dvelja 55 börn samtímis. Á Skógarborg er lögð áhersla á tilfinningalega styðjandi umhverfi og skapandi starf.Stórt leiksvæði í einstakri náttúru Fossvogsdalsins er í kringum leikskólann. Lóðin liggur í halla á móti suðri og er hæðarmunur nýttur í mismunandi „leikstalla“ i brekkunni. Stallarnir og tengingar á milli þeirra eru með mismunandi yfirborðsefnum og leiktækjum til að ýta undir hreyfiþroska og upplifun.

English: A new kinder garden in a established area.  The kinder garden “Skógarborg” takes 55 children at the time and works with surroundings as a support for emotions and creative thinking. The play area is situated on a south slope of Fossvogsdalur. The height difference is used to make various “play steps” with different materials and play equipment to stimulate children’s growth and fantasy.

Leikskólinn Berg

Staðsetning: Klébergi, Kjalarnes Reykjavík.
Notkun: Leikskólalóð
Samstarf: ASK arkitektar
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir og Samson B Harðarsson
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  2003-2006
Stærð: 10.000 m² þar af leiksvæði 2700 m²

Hönnun á leikskólalóð við nýja byggingu undir gamalgróinn leikskóla á Kjalarnesi.

Leikskólinn var færður á nýjan stað þar sem hann stendur á opnu svæði með útsýni yfir sjóinn. Við hönnun var sjálfbærni og umhverfi haft til grundvallar.  Byggingin er klædd með rekavið og er það efni einnig notað í skjólgirðingar og „hellulögn“  á lóð.  Annað sjáanlegt timbur á lóð er ómeðhöndlað greni.Öll leiktæki eru endurnýtt tæki frá lóð gamla leikskólans og ekki keypt nein ný leiktæki.  Unnið var með náttúruna sem form og efni og þannig gerðir nýir og spennandi leikmöguleikar. Meðal annars var regnvatn af þaki leitt í „bunustokk“ niður á stóran stein við húsvegg  og þaðan í rás á yfirborði út fyrir lóðina og áfram út í sjó. Gerður var grænmetisgarður, byggður grashóll með steinabyrgi í toppinn, reistar rekaviðarsúlur, gerðar timburbryggjur og brýr ofl. Leikskólinn hefur hlotið heitið Berg eftir Klébergi, litlum höfða sem skagar út í sjóinn rétt austan við leikskólann.

English:Landscape design for playground surrounding a new building for established kindergarten in Kjalarnes, rural Reykjavík. The kindergarten moved to a new place on an open area overlooking the sea. Sustainability and the unique surrounding is the inspiration of the design. The building is covered with driftwood and the material is also used in shelters, fences and “pavement” in the playground.  Other visible wood outdoor is untreated spruce.Playground equipment from the old kindergarten site were re-used on the new plot, no new equipment was purchased. Nature elements were used as form and material to designed new and exciting paly options. Among other things the rainwater from the roof falls from a “water slide” to a small ditch on the surface on to the sea. A vegetable garden was prepared, grassland formatted as small hills, one with rocks fold in the top and driftwood pols raised.The kindergarten is now called “Berg” after the small peninsula “Kléberg” situated on the coastline east of the kindergarten.