Landmannnalaugar fyrirlestur hjá Stjórnvísi

VS1401_skipulag22.01.2015 Í dag var haldinn morgunverðarfundur hjá Stjórnvísi þar sem yfirskriftin var Framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða.

Á fundinum kynntu Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Anna S. Jóhannsdóttir verkefni Landmótunar og VA arkitekta sem hlaut 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu. Kristveig Sigurðardóttir Verkís hélt einnig fyrirlestur.

Landmótun þakkar Stjórnvísi fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynna tillöguna sína en hér má nálgast glærurnar –  Landmannalaugar

Hönnunarsamkeppni Laugavegs

16.01.2015
Landmótun tók þátt í hönnunarsamkeppni um Laugaveg. Um var að ræða lokaða hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta – FÍLA.

VS1403_Laugatorg VS1403_Megasartorg

Markmið tillögu Landmótunar var að skapa aðlaðandi borgarrými sem myndar ramma um fjölbreytt mannlíf. Gangandi vegfarendum er gert hærra undir höfði og aðgengi fyrir alla haft í fyrirrúmi um leið og virðing er borin fyrir sögunni og húsin fá meira pláss og meiri athygli. Lögð var áhersla á Laugaveginn sem stað þar sem umhverfið hvetur fólk til að ganga, staldra við, dvelja, njóta og taka þátt í mannlífi borgarinnar. Unnið var markvisst með yfirborð og horfið frá hefðbundnum aðskilnaði bíla og gangandi umferðar.

Í umsögn dómnefndar segir “tillagan felur í sér áhugaverðar hugmyndir. Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri.  Tillagan býður upp á hlýlegt yfirbragð götu og ýmsar góðar hugmyndir.”

Hér má skoða tillöguna, renningur og greinargerð .

 

 

Landmótun hlaut 1. verðlaun í samkeppni um Landmannalaugar

Laugasvæðið217.12.204. Tillaga Landmótunar ásamt VA-arkitektum og Erni Þór Halldórssyni –Þar sem ljósgrýtið glóir– hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalauga. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (Fíla) efndu til samkeppninnar.  Niðurstöður dómnefndar voru kynntar 17. desember 2014.

Manngerð laug við tjaldsvæði

Tillagan byggir á þeirri hugmynd að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum vìðernum hálendisins á svæðinu við Laugahraunið. Þar sem ný gönguleið myndar samhangandi þráð sem nær frá nýju tjaldsvæði og móttökuhúsi við Sólvang og allt suður að Grænagili. Vörðuð gönguleiðin liggur meðfram áreyrum og leiðir ferðalanginn eftir „söguþræði“ Landmannalauga. Markmið tillögunnar er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Um sterka og djarfa skipulagshugmynd er að ræða sem getur myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu.  Djörf hugmynd er að hafa nýtt þjónustuhús og aðstöðu fyrir daggesti við Námskvísl. Tillagan hefur í för með gjörbreytta ásýnd Laugasvæðisins. Færsla vegar við gatnamót við Fjallabaksleið opnar gestum sýn inn í Laugar.

Að tillögunni unnu fyrir hönd Landmótunar Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Margrét Ólafsdóttir.

Hér má skoða hlutatillögunnar renningur og greinargerð .