Snjóflóðavarnir – þvergarður undir Kubba

Staðsetning: Ísafjörður.
Notkun: Varnargarður, útivist
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir
Verkkaupi:  Ísafjarðarbær / Ofanflóðasjóður, f.h. Umhverfisráðuneytis
Skipulag og forhönnun:  2005
Hönnunar- og verktími:   2009-2014
Stærð: ~57.000 m²

Um er að ræða 260 m langan þvergarð til að stöðva hugsanleg snjóflóð ofan úr fjallinu Kubba og vernda byggðina í Holtahverfi.

Verkefni Landmótunar var annars vegar að vinna gróft skipulag og gera kynningargögn að framkvæmdinni og hins vegar að vinna fullnaðar-hönnun til útboðs í samvinnu við verkfræðstofuna Eflu hf.

Áningartstaður við enda garðs

Varnargarðurinn liggur þétt við rætur fjallsins Kubba og myndar bakhlið lóða við Stórholt. Vegna lítils landrýmis er varnargarðurinn mjög nálægt íbúðarblokkum. Göngustígar, bílastæði og áningarstaðir opna útivistarmöguleika aftan og vestan við varnargarðinn að sumri til. Með varfærinni sáningu og plöntun trjáa og runna er unnið að því að ná fram sjálfbæru gróðursamfélagi.

Við austurenda varnargarðsins er vandaður áningarstaður með bílastæðum og dvalarsvæði. Dvalarsvæðið er afmarkað með lágum gabíonuveggjum, bekkjum úr rekaviðartimbri og flóruðu gólfi úr vestfirsku gjóti.

 

Framkvæmdir hófust í maí 2011. Byggður var þvergarður sem er um það bil 220 m langur í toppinn og er varnarhlið garðsins nánast lóðréttur veggur (4:1) byggður upp með netgrindum. Jafnframt var mótað yfirborð skeringa flóðmegin, gerðir vinnuvegir, gangstígar og áningarstaðir. Vinnu við garðinn lauk í desember 2012, þar með talin gerð áningarstaða og undirlags göngustíga, en frágangur þeirra og yfirborðsfrágangur var unninn á árinu 2013. Í framhaldi af því er unnið áfram að endursáningu og áburðargjöf. Gróðursetning fer fram sumrin 2014 til 2016.

Varnargarðarnir eru byggðir úr jarðefnum úr fjallshlíðinni. Landið aftan við garðinn var lækkað töluvert við efnistökuna og myndast þannig rými fyrir meiri snjó úr flóðum sem stöðvast við varnarhliðina.

Snjóflóðasaga

English: The construction of the dam started in May 2011. The dam is  catching dam, about 220 m along the crown, with a steep (4:1) upper side built from gabions. The excavation area behind the dam was re-vegetated and trails were made to provide access to the area for hiking. The defense structures and landscaping were completed by the end of the year 2012 but re-vegetation remains to be completed.

Varnrgarðurinn og Holtahverfi

 

The catching dam is a new man-made background for the apartment buildings at Stórholt. Because of limited space the dam is built very near the residential area.  To compensate for environmental impact of the dam, the area behind and west of the dam is designed to be used as a recreation area in summertime. Walkways, parking and rest areas open recreation opportunities close to the residential areas. Re-vegetation has been started, using non-aggressive plants and native scrubs as much as possible. Construction material was taken from the site, mainly from the area behind the dam where the lowering of the excavation area provides considerable capacity for the storage of snow from avalanches stopped by the dam.

 

 

Æðarungar í Vatnsmýri

10.07.2014.
Sumarið 2014 fékk Landmótun það óvenjulega verkefni að teikna upp skýli og gerði  fyrir æðarungaræktun í Reykjavík. Verkefnið er á vegum Reykjavíkurborgar og í samráði við Norræna húsið. Markmiðið er að bæta ástand varpstofna fugla við Tjörnina og í friðlandinu í Vatnsmýri en á síðustu árum hefur varpöndum fækkað verulega á þessu svæði. Leitað var til æðarbænda sem hafa mikla reynslu af ræktun æðarunga og voru bæði ungar og egg sótt í vor og alin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Nú í júli 2014 eru ungarnir 37 orðnir stálpaðir og hafa verið  fluttir í nýja skýlið við Hústjörn í Vatnsmýri. Æðarungaskýlið er smíðað úr lerki sem þykir umhverfisvænt þar sem lerki er með innbyggða náttúrulega fúavörn og því verður ekki þörf á að bera á timburverkið. Skýlið mun veita skjól fyrir ungana og þar verða þeir fóðraðir í sumar. Opin eru höfð lítil til að reyna að hamla því að stærri fuglar komist ekki í fóðrið. Utan um skýlið er girðing sem er grafin niður til að koma í veg fyrir að kettir komist inn í skýlið.  Til byrja með er girðingin allt í kring, en um leið og ungarnir hafa vanist nýjum vistarverum verður opnað út í tjörnina.

 

Nauthólsvík, ylströnd

Staðsetning: Nauthólsvík í Reykjavík.
Notkun: Baðströnd
Samstarf:
Flóðgarðar ofl(surface and dam): Fjarhitun, Jóhann Indriða, Almenna/Verkis engineers
Þjónustubygging(Service centre) : Arkibúllan architects
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Yngvi þór Lofsson aðalhönnuður,  Áslaug Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir meðhönnuðir
Verkkaupi:  Reykjavíkurborg
Hönnunar- og verktími:  1999 – í vinnslu
Stærð: um 4000 m²

Meginmarkmið við hönnun Ylstrandar í Nauthólsvík var að styrkja aðstöðu til útiveru, sólbaða og sjóbaða líkt og tíðkuðust á árum áður. Að sumarlagi er sjór við ströndina um 10°C og þá er fyrir hendi umtalsvert affallsvatn frá Orkuveitunni sem er um 30°C. Vatnið er notað til að hita upp sjó í afmörkuðu rými til þæginda og yndisauka fyrir baðgesti.

Yfirfallið af heitu vatni frá tönkunum í Öskjuhlíð er notað til að hita upp Atlantshafið og bjóða upp á aðgengilega almenningsströnd til sjó- og sólbaða í Reykjavík. Við hönnun og framkvæmd var leitast við að sýna sögunni og umhverfinu virðingu en þessi hluti strandarinnar var að miklu leyti manngerður. Í seinni heimsstyrjöldin var hér t.d. höfn fyrir sjóflugvélar og hvilftir gerðar til að mynda skjól fyrir flugvélarnar. Ströndin er lögð skeljasandi úr Faxaflóa, umlukin bryggju og sjóvarnargörðum. Bryggjan er að hluta til úr grjóti gömlu flugbátabryggjunnar. Innan garðanna er heitu vatni dælt í sjóinn og hann hitaður í um 20° að sumarlagi. Í mynni flóðgarða er þröskuldur svo að ekki fjari alveg út við háfjöru og „segl“ á flotholtum heldur hlýja vatninu lengur í víkinni þegar fjarar út.
Ylströndin var opnuð formlega árið 2000 og ári síðar þjónustubyggingin. Ýmsu hefur verið bætt við síðar, t.d. sett upp útisturta, göngustígum og áningarstöðum bætt við, enda á ströndin að vera síbreytileg og þróast með notkun og þörf.

English: The main idea behind the Thermal beach is to produce a lagoon heated by geothermal waters to improve the conditions for outdoor activities, sunbathing and sea bathing in Reykjavík.
A superfluous geothermal waters in the summertime is used to produce a temperature of 18-20°C in the lagoon. One of the goals in the designing process was to respect the history but the site has been used for different purpose, f. ex. in World War II this was a port for sea plains. At the site is a peer (partly the old sea plain peer) sand beach, upstream system for heating the lagoon, pathways, parking lots etch. The beach opened in year 2000 and one year later the service building.