Landmótun

Umhverfisstefna

Stefna Landmótunar sf er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og stefnir að því að verða vistvænn vinnustaður. Landmótun vill taka þátt í því að móta öruggt umhverfi í átt að sjálfbærni sem stuðlar að lífsgæðum sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað, í öllum verkefnum stofunnar.

Til þess að ná því markmiði hefur fyrirtækið mótað sér umhverfisstefnu. Í henni er lögð áhersla á að sjónarmið umhverfisverndar verði höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun og verkefnum fyrirtækisins. Mikilvægt er að allir starfsmenn séu virkir við framkvæmd umhverfisstefnunnar.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi fyrirtækisins til að draga úr álagi á náttúru, auka gæði og vekja áhuga á innra og ytra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins þ.m.t. verkefnum, vinnuumhverfi, notkun auðlinda, og úrgangs og á einnig við ræstingar og innkaup.

Við hjá Landmótun
• Störfum eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi og vinnum að stöðugum umbótum.
• Förum að kröfum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
• Við leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif stofunnar.
• Við leitumst við að greina þarfir viðskiptavina okkar, notenda og annarra hagsmunaaðila og leitum leiða til að uppfylla þær.
• Við leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í verkum stofunnar.
• Við leggjum áherslu á algilda hönnun sem tryggir aðgengi fyrir alla.
• Við leitumst við að tengja borgarlíf við gæði náttúrunnar við hönnun í þéttbýli.
• Að við hönnun og útfærslu sé efniviður á staðnum nýttur og umhverfið aðlagað að staðháttum.
• Landmótun leitast við að nota blágrænar lausnir í úrlausnum verkefna.
• Lögð er áhersla á að viðhalda þekkingu starfsmanna með endurmenntun, þjálfun og vitund í umhverfismálum.
• Við leggjum rækt við góðan starfsanda og lýðheilsu starfsmanna.
• Áhersla er lögð á að vinnustaður sé fjölskylduvænn.