Staðsetning: Hafnafjörður
Notkun: Útivistarsvæði og gönguleiðir í miðbæjarumhverfi.
Samstarf: Efla consulting engineers, Tera s/f, Vsb consulting engineers.
Landslagsarkitektar Landmótun:  Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hermann G Gunnlaugsson og Áslaug Traustadóttir.
Verkkaupi: Harnarfjarðarbær
Stærð heild: um 18.000 m2.
Unnið ár: Fyrri áfangi 2001–02, seinni áfangi 2007-08.

Hönnun á útvistarsvæði, götu og gönguleið meðfram Læknum í Hafnarfirði, frá Hörðuvöllum að Austurgötu.
Verkefnið er framhald af frágangi á skóla- (nýi Lækjarskóli)  og leikskólalóð við Hörðuvelli, sem var 1. verðlauna verkefni í samkeppni frá árinu 2000.

 

Lækjarsvæðið er mikilvægur hlekkur í útivistarkeðju sem tengir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar aðliggjandi heiðum.  Svæðið hefur þá sérstöðu að nýtast til útivistar jafnt að sumri sem vetri, en Hamarskotslækinn leggur iðulega á veturna og er þá nýttur vel af skautafólki.   Mikið fuglalíf einkennir svæðið en votlendið sunnan við er ákjósanlegt fæðu- og hvíldarsvæði, auk þess sem tíðar ferðir Hafnfirskra fjöldskyldna niður að Læk til þess að gefa öndunum bæta um betur.

Eitt aðalmarkmið við hönnun svæðisins var að draga fram þessi sérkenni í umhverfinu og um leið undirstrika andstæður manngerðra og náttúrulegra þátta.

Mjög sterk rýmismyndun er einkennandi fyrir svæðið.  Vatnið er lágpunktur og landið rís á þrjá vegu; Hamarinn til suðvesturs, hraunjaðarinn til austurs og byggðin í Hraununum til norðurs.   Fyrir vikið eru vellirnir í miklu skjóli fyrir ríkjandi vindáttum.  Sérstætt samspil  mann-gerðra þátta og náttúrulegs umhverfis; hrauns, lækjar og votlendis er ein-kennandi.

 

 

 

 

Gerður var göngustígur niðri við vatnsborð meðfram læknum allt frá Hörðuvöllum.  Við Skólabraut var stígurinn á hluta á brú þannig að vatnslistaverk fái notið sín sem best. Í lækinn voru sett nokkur fossa-þrep og eyjur stækkaðar með betri aðkomu fyrir fuglana.

English: Urban park, street and pathway along The Creek in Hafnarfjordur.
The aerie is connected to the 1. prize project; A new school and kinder garden at Hörðuvellir.

The old Hörðuvellir park and the streets Tjarnargata and Skólabraut in front the old Lækjarskóli school building. A full renovating of  the park and streets and a new pathway along the water. Wooden bridge in front of a water sculpture was made, small waterfalls in the Creek and the small islands made larger with easy access for birds.Lækurinn í Hafnarfirði