Landmótun

Um okkur

STOFAN

Landmótun er teiknistofa landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem hefur veitt alhliða ráðgjöf um skipulag og hönnun síðan 1994. Starfsfólk hefur langa reynslu á vinnu í teymum og leggur sérstakan metnað í góð samskipti við aðra sérfræðinga, hagsmunaaðila og verkkaupa. Stofan leggur auk þess áherslu á fagleg vinnubrögð og umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar.

Starfsfólk Landmótunar hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun, gerð útboðsgagna, áætlanagerð, gerð kostnaðaráætlana, eftirlit með framkvæmdum og gerð upplýsinga korta. Sem dæmi um verkefni má nefna:

 • opin svæði
 • torg og stræti
 • stofnanalóðir
 • fyrirtækja lóðir
 • skólalóðir
 • ferðamannastaði útivistasvæði
 • snjóflóðavarnir
 • almenningsgarða
 • kirkjugarða
 • íbúðarhúsnæðislóðir
 • svæðisskipulag
 • aðalskipulag
 • deiliskipulag
 • verndarsvæði í byggð
 • húsakannanir
 • mat á umhverfisáhrifum.

   

 

 

UMHVERFIS- OG SAMGÖNGUSTEFNA

Stefna Landmótunar sf er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og stefnir að því að verða vistvænn vinnustaður. Landmótun vill taka þátt í því að móta öruggt umhverfi í átt að sjálfbærni sem stuðlar að lífsgæðum sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað, í öllum verkefnum stofunnar.

Til þess að ná því markmiði hefur fyrirtækið mótað sér umhverfisstefnu. Í henni er lögð áhersla á að sjónarmið umhverfisverndar verði höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun og verkefnum fyrirtækisins. Mikilvægt er að allir starfsmenn séu virkir við framkvæmd umhverfisstefnunnar.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi fyrirtækisins til að draga úr álagi á náttúru, auka gæði og vekja áhuga á innra og ytra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins þ.m.t. verkefnum, vinnuumhverfi, notkun auðlinda, og úrgangs og á einnig við ræstingar og innkaup.

Tilgangur samgöngustefnu er að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvænan ferðamáta og hvetja til aukinnar umhverfisvitundar í allri vinnu stofunnar.
Með vistvænum ferðaháttum er átt við almenningssamgöngur, reiðhjól, samnýtingu ökutækja og að ganga.  Með vistvænum samgöngum má draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið s.s. mengun og auknu álagi á gatnakerfið, um leið og stuðlað er að aukinni hreyfingu og bættri heilsu. 

Við hjá Landmótun
• Störfum eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi og vinnum að stöðugum umbótum.
• Förum að kröfum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
• Við leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif stofunnar.
• Við leitumst við að greina þarfir viðskiptavina okkar, notenda og annarra hagsmunaaðila og leitum leiða til að uppfylla þær.
• Við leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í verkum stofunnar.
• Við leggjum áherslu á algilda hönnun sem tryggir aðgengi fyrir alla.
• Við leitumst við að tengja borgarlíf við gæði náttúrunnar við hönnun í þéttbýli.
• Að við hönnun og útfærslu sé efniviður á staðnum nýttur og umhverfið aðlagað að staðháttum.
• Landmótun leitast við að nota blágrænar lausnir í úrlausnum verkefna.
• Lögð er áhersla á að viðhalda þekkingu starfsmanna með endurmenntun, þjálfun og vitund í umhverfismálum.
• Við leggjum rækt við góðan starfsanda og lýðheilsu starfsmanna.
• Áhersla er lögð á að vinnustaður sé fjölskylduvænn.
• Vinnum að því að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið og stuðlum að bættu umhverfi og heilbrigðari lífsháttum. 

 

 

SAGA STOFUNAR

Landmótun var stofnuð í 15. september 1994 af Einari E. Sæmundsen, Gísla Gíslasyni og Yngva Þór Loftssyni landslagsarkitektum. Þær Ingibjörg Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir gerðust síðan meðeigendur 1999 , Aðalheiður E. Kristjánsdóttir 2004, Óskar Örn Gunnarsson 2012 og Margrét Ólafsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir 2017.

Eigendur Landmótunar eru í dag Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Margrét Ólafsdóttir , Óskar Örn Gunnarsson og Þórhildur Þórhallsdóttir.