Samið um gerð aðalskipulags Hörgársveitar

Samið um gerð aðalskipulags Hörgársveitar

Sveitarfélagið Hörgársveit hefur gengið til samnings við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.  Hörgársveit varð til við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar þann 12. júní 2010.

Hörgársveit er að stærstum hluta dreifbýli þar sem hefðbundinn búskapur er stundaður. Þéttbýli er  á Lónsbakki  og Hjalteyri. Íbúarsveitarfélagsins voru skv. Hagstofu Íslands 600 árið 2011.

Landmótun hafði áður unnið aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð sem var staðfest af ráðherra þann 2. febrúar 2009. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri en áætlað er að vinnunni verði lokið fyrir árslok 2012.