Kristbjörg Traustadóttir, landslagsarkitekt

Kristbjörg Traustadóttir, landslagsarkitekt

Þann 14. desember síðastliðin útskrifaðist Kristbjörg Traustadóttir sem landslagsarkitekt frá Kaupmannahafnarháskóla.

Lokaverkefnið hennar heitir; Hönnunar tillaga að meðferðargarði á Íslandi (Design proposal for a Therapy Garden  in Iceland). Verkefnið er hönnunarverkefni þar sem gerð er tillaga að meðferðargarði fyrir fólk sem þjáist af streituröskun (burnout).  Meðferðargarðar hafa verið í mikilli þróun síðasta áratuginn í Svíþjóð og Danmörku.  Kristbjörg styðst við rannsóknir á því hvernig umhverfið og náttúran geta haft uppbyggjandi og heilsubætandi áhrif og hvaða þættir það eru helst sem virka til þess  og leggur það til  til grundvallar við hönnunina. Stuðst er við átta rýmis einkennisþætti sem kynntir hafa verið í rannsóknum í Svíþjóð þar sem mikilvægustu einkennin eru; umhverfi sem hefur mikinn fjölbreytileika bæði hvað verðar plöntur og dýr, vilt náttúra, friðsælt umhverfi og öruggt. Garðurinn er hannaður með það í huga að vera bæði staður þar sem notandinn hefur möguleika á að vera þátttakandi í því sem fer fram í garðinum eða bara að njóta hans því er mikilvægt að garðurinn hafi upp á að bjóða mismunandi rými allt frá villtri náttúru eða skógi til svæða sem eru hönnuð til ræktunnar og til þess að njóta.
Leiðbeinandi var prófessor Ulrika Stigsdotter
Prófdómari var prófessor Patrik Grahn.

Óskar Landmótun henni hjartanlega til hamingju með áfangann.