Vatnsmýri við Norrænahús

Vatnsmýri við Norrænahús

Í mars 2012 efndu Norræna húsið í samvinnu við Félag Íslenskra Landslagsarkitekta og
Hönnunarmiðstöðvar Íslands til hugmyndasamkeppni um hönnun á svæði sem umlykur Norræna húsið. Hlaut hugmynd Landmótunar 1. verðlaun.

Hugmyndin er nefnd “Náttúra og norðurljós” og byggist á flæði ljóss og skugga, mannlífs og árstíða, fugla og vatns.

Landslagsarkitektar Landmótun : Aðalheiður Erla Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Kristbjörg Traustadóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir.
Samstarf : Eva G. Þorvaldsdóttir líffræðingur, garðyrkjukandídat
Ráðgjöf: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingahönnuður
Aðstoð og innblástur: Óskar Örn Gunnarsson, Yngvi Þór Loftsson
og Einar E. Sæmundsen.
Eigendur svæðissins : Norræna húsið í Reykjavík, Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg.
Stærð : ca. 14,6 ha.

Náttúrulegt votlendi í miðri borg er einstakt og því verðugt verkefni að gera umgjörð þess bæði skapandi og fræðandi.

Hvergi blasir friðlandið betur við en frá Norræna húsinu og Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Þessar stofnanir undirstrika enn fremur norrænt samstarf, tækni, fræðslu og vísindi.
Miðborgin og samkeppnissvæðið er í dag slitin sundur af stórri umferðargötu. Mikilvægt er að ná eðlilegri tengingu milli Vatnsmýrar og Tjarnarinnar sem og milli miðborgar og þeirra fjölmörgu mennta- og menningarstofnana sem við svæðið liggja.

Við Vatnsmýrina
Ástfanginn blær í grænum garði svæfir

grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins.

En niðri í mýri litla lóan æfir

lögin sín undir konsert morgundagsins.

Tómas Guðmundsson

Markmið tillögunnar er að  opna gátt milli Tjarnar og Vatnsmýrar, undirstrika sérstöðu friðlandsins og bjóða upp á upplifun og aðgengi. Lögð er áhersla á að líta til framtíðar með frumlegum og framúrstefnulegum lausnum hvað varðar fræðslu og kynningu.

Hreyfing norðurljósanna sem lýsa upp himinhvolfið er notað sem grunnstef í tillögunni þar sem flæði ljóss og skugga, mannlífs og gróður rennur saman í eina heild. Unnið er markvist í meðhöndlun á vatni og gróðri  sem og stígum og tengingum við aðliggjandi umhverfi. Áhersla er lögð á lýsingu og upplifun ljóss og vatns. Birkiskógur umvefur friðlandið í Vatnsmýri og skapar skjól fyrir mannlíf og fugla.

Norðurljósastígurinn
Lífæð tillögunnar er norðurljósastígurinn sem myndar bein tengsl við miðborgarina. Stígurinn er kenndur við norðurljós, náttúrufyrirbærið sem einkennir Norðurlöndin. Norðurljósastígurinn liggur frá Norræna húsinu og undir Hringbraut að Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum. Meðfram friðlandinu og tengist stígurinn vatninu með bryggjum og tröppum. Unnið er með aðgengi fyrir alla sem forsendur. Við stíginn er komið fyrir kennileitum sem gefa ný viðmið í borginni.
Nálægt Norræna húsinu er vatnsrás í miðjum  stígsinum.  Lágur veggur sveigist yfir vatnsfletinum. Á daginn er veggurinn þykkur og notalegur til að sitja, ganga og klifra á – þegar dimmir breytist hann í marglitað iðandi ljósaspil – “norðurljós”.
Rétt við Hringbrautina er votlendi í miðjum stígnum með íslenskum votlendisgróðri. Deiglendi með klófífu, hrossanál og ljósbláum engjamunablómum, gulstör og skærgulri hofsóley.

Menningarviti
Fyrir miðju á Norðurljósastígnum, í ás aðalbyggingar Háskóla Íslands, er nýtt kennileiti í borgarumhverfinu “menningarvitinn”.  Hann er sérstakur, minnir á skúlptúr og skapar sjónræna spennu. Menningarvitinn er viskubrunnur framtíðarinnar, vakir yfir þekkingu mannsins á votlendi á hverjum tíma og nýtir sér ávallt nýjustu miðlunartækni sem höfðar til almennings. Úr menningarvitanum má upplifa friðlandið og borgarumhverfið frá nýju sjónarhorni.

Regnbogagöng
Þar sem stígurinn fer undir brúna við Hringbraut liggur stígurinn lægra en vatnsyfirborðið og er aðskilin frá vatninu með steyptum vegg og gleri. Á leið sinni undir Hringbraut geta vegfarendur komist í nána snertingu við vatnið,  fylgst með vatnalífríkinu og verið samferða tjarnarfuglum á milli svæða. Þegar rökkva tekur skapar regnbogalýsing undir brúnni einstaka upplifun og fyrirheit um það sem framundan er.

Friðlandið
Um friðlandið liggur stígur úr timbri sem er opinn vegfarendum allt árið nema á varptíma. Stígurinn bylgjast um friðlandið á stólpum rétt eins og hann fljóti yfir mýri og læk.  Það vekur ákveðna upplifun að horfa yfir villta náttúru í miðborg Reykjavíkur og anda að sér angan gróðursins. Látlausum fuglaskoðunarhúsum með grasþaki eru í og við friðlandið, auk þess eru sjónaukar á göngubrúnni og uppi í Menningarvitanum.

Umhverfi Norræna hússins
Agaðar línur Alvars Alto eru fyrirmyndin að útfærslu á nýjum tjarnarbakka með timburbryggju og setstöllum sem bætir aðgengi frá Norræna húsinu að vatninu. Sunnan við Norræna húsið verður komið fyrir útisviði og sólríkum suðurgarði sem liggur í skjóli við bygginguna.
Í góðum tengslum við aðalinngang Norræna hússins er útikennslusvæði, afmarkað með limgerðum og þéttum gróðurlundum. Í rjóðrum má finna útieldhús,  leiksvæði  og  útikennslusvæði með föstu tjaldi sem eykur notkunarmöguleika og upplifun.  Næst útieldhúsi eru ætiplöntur svo sem eplatré, berjarunnar og kryddjurtir.

Umhverfi Öskju
Áhersla er lögð á tengingu milli Öskju og Háskólatorgs, flæði fólks og þekkingar. Breiður göngustígur tekur upp bogaform byggingarinnar. Gróður meðfram boganum styrkir sjónlínur og skapar skjól og rými.  Nærsvæði náttúrufræðihússins mætir friðlandinu sem tilraunarreitir fyrir endurheimt votlendis.
Suðurlóð Öskju nýtur skjóls og sólar, stór hluti bílastæðanna er færður austur fyrir húsið og staðin koma yfirbyggð reiðhjólaskýli, „græn bílastæði“  og dvalarsvæði. Unnið er með vistvænar ofanvatslausnir og stuðlað að bættum vatnsbúskap. Með framsæknum og nýjum tæknilausnum í gerð bílastæða og hjólamenningu getur Háskóli Íslands verið leiðandi á þessu sviði.

Lýsing
Með lýsingu borgarinnar á brúnni á Skothúsvegi hefur verið settur tónninn í að nota áhrifamikla lýsingu á opnum svæðum í borginni þar sem sértækar lausnir eru notaðar sem miðast við að ná fram einstakri upplifun á hverjum stað fyrir sig. Þá nálgun er einnig farin í tillögunni þar sem sérsniðnar lausnir í ljósabúnaði eru notaðar til að skapa stemningu, upplifun og öryggi. Áherslusvæðin í lýsingu eru á norðurljósastíg og bogastíg í friðlandinu. Megin stígar verða lýstir í samræmi við almennar kröfur um stígalýsingu, en á öðrum stígum verður lýsing höfð í lámarki. Á völdum stöðum verða settir tenglar fyrir jólaljós.

gróður
Meðfram Sæmundargötu verður birkiskógur í framhaldi af birkilundum meðfram Bjarkargötu, sem afmarkar svæðið til vesturs og myndar skjól án þess að skyggja á aðalbyggingu Háskóla Íslandsa. Létt og ilmandi myndar gróðurinn laufskógarstemningu sem mun verða einkennandi fyrir garðinn í framtíðinni. Skógarbotn með fjölbreyttu vistkerfi laðar til sín spörfugla og gleður andann. Inni í skóginum eru stígar og rjóður þar sem pláss verður fyrir uppákomur af ýmsu tagi. Þegar nær dregur vatninu koma ýmsar víðitegundir meira við sögu og með því að gróðursetja gulvíði við vatnsbakkann má styrkja lífríkið á svæðinu. Næst friðlandinu er unnið með fjölbreyttan íslenskan votlendisgróður svo sem deiglendi með hrossanál, mýrastararmýri, fífuflóa og síkjamara á vatnsbotni.
Aftan við Norræna húsið, meðfram bogastíg, mun röð af fljótvöxnum trjátegundum mynda þéttan, grænan vegg bak við húsið. Þannig mun Norræna húsið áfram vera í forgrunni séð frá miðborg Reykjavíkur þrátt fyrir að byggingar rísi sunnan við það í framtíðinni.

Tillaga: Náttúra og norðurljós

Resumé: Natur og nordlys
Målsætning:
Forslagetets målsætning er at fremhæver områdets særpræg og knytte det bedre til Nordens hus og de forskellige institutioner som er en del af Islands Universitet og ligger alt om kring.  Samtidigt skal det åbne for gåforbindelse direkter over til Hljómskálagarður og Tjörnin med en ny trafikbro så gående og cyklende samt fugle og fisk kan komme under den stærkt trafikerede Hringbraut.  Der ved knyttes Vatnsmyren bedre til Reykjavik Centrum og det skabes større samenhængende åbent grönt område i Reykjavik.
Fuglereservatets særstillig skal fremhæves og styrkes.
Forslaget skal skabe rekreative udendørsområder som knytter sig til omkringliggende og fremtidg bygningsmasse og skal indeholde mulighed for varierede  aktiveteter, oplevelser, forlystelse og hvile.
Forslaget er fremtidssigted og er hensigten at anvende både speciel lysteknik til at danne atmosfære samt mulighed til at andvende multimedia til at formidle oplysninger og naturviden.
Enkelte detaljer:
Nordlysprominade – (Aurora Borealis) –  Hovedelementet i forslaget er promenade som for navn af nordlysene,  det  enestående element i Norden.  Et element som både stimulerer fantasi  men kan også virke truende.  På Prominaden er det  forskellige elementer der giver et væld af oplevelser. Prominaden forbinder Nordens hus og Vatnsmýrin med Hljómskálagarður. Den fordeler gående og cyklende trafik til de forskellige steder i området.  Broens brede åbning under Hringbraut styrker den biologiske forbindelse for fugle, dyr og vand.
Kulturtårnet er pladseret der hvor aksen til Universitetes gamle hovedbyggning krydser Nordlysprominaden. Tårnet bliver et landmark i det åbne landskab i Vatnsmyrin. Man kan komme op i tårnet  og få et godt udsigt over området. Tårnet skal være et formidingssted hvor brug af multimedia formidler oplysninger og naturviden.  I formidling af videnskab om vådområder bruges Vatnsmýrin som  eksempel  på Islands og verdens vådområder.
Nordlysprominaden  deles op med to „kanaler“. Nord for Kulturtårnet er en kanal som er bevokset med vegetation der hører til vådområder.  Den sydlige kanal, der ligger fra tårnet til Nordens hus, er „nordlyskanal“.  En væg slynger sig over kanalens vand og antyder nordlysets slyngen over himlen.  ”Nordlys”  fremkaldes af culørt belysning i vandet som lyser op væggen efter mørkets frembrud.
Fuglereservatet får større vægt ved at det bliver lagt en ny, svævende træbro som slynger sig over området fra gangbroen over Hringbraut til Nordens hus. Stien bliver belyst med en dæmpet rød belysning (rødt lys er naturligt og forstyrrer ikke). Langs stien kommer oplysningsskilte. To camoflerte fugleopservations huse placeres i udkanten af reservatet.
Det åbne område mellem Sturlugade og Nordlysprominaden skal udformes som en park hvor hovedarten er det lave  islandske birketræ. Den massive plantning skaber skovens frodighed og læ og lysninger kan bruges til forskellige formål.
Nordens hus nære omgivelser – adgang ned til søen bliver forbedret.  Altos forming er beholt og udvidet.  Langs vandbakken kommer en træbrygge. På syd siden af Nordenshus er der bygget en scene med mulighed for at kunde holde mindre udendørskonserter.
Området ved Askja er omformed sådan at langs sydsiden af byggningen skabes plads til ophold. Parkering flyttes til østsiden af byggningen.  Området bliver beklædt med  træer. Langs med sydsiden af området bliver der plantet en barrier som dæmper den nye opbygging og giver Norden Hus en baggrund und mod Reykjaviks Centrum .