18.09.2012.

Í lok síðasta árs var haft samband við Landmótun af hópi nema í verkefnastjórnunarnámi kallað  MPM  en það stendur fyrir Master of Project  Management við Háskólann í Reykjavík.  Það er hagnýtt stjórnendanám sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum.

Fyrir nemendahópnum fór Ósk Sigurðardóttir Iðjuþjálfi við Barna- og unglingadeild Landspítala.  Hópurinn sem hafði samband vann að því að skilgreina verkefni í námi sínu sem miðaði að endurgera afmarkað útisvæði  lokaðan garð við húnæði deildarinnar við Dalbraut og gera það að heilsársumhverfi.  Takmarkið  sem menn settur sér var að skapa skemmtilegt, öruggt, uppbyggilegt og þroskandi umhverfi sem stuðlar að heilbrigði og auknum lífsgæðum skjólstæðinga BUGL.  Núverandi aðstaða mættu  ekki lengur þörfum þeirra, hvorki sem leiksvæði né í markvissri hópameðferð, og úrbætur voru því brýnar svo að börnin hafi raunverulegan og áhugaverðan valkost til útiveru í öruggu umhverfi allt árið um kring.

Fengist hafði fjárstyrkur til jarðvegsvinnu og undirbúnings garðsins en fjármagn skortir til kaupa á leiktækjum við hæfi.  Leiktækin sem voru í garðinum voru úrsér gengin og hentuðu hvorki aldri né áhugasviði barnanna.  Börn á aldrinum o-18 ára sækja þjónustu á BUGL og þau börn sem eru í innlögn nota garðinn hvað mest.  Meðalaldur yngri barnanna er um 9 ár hjá yngri hópnum og 14,5 hjá eldri hópnum.
Hópverkefni nema lauk seinnihluta febrúar með kynningu á niðurstöðum nemenda verkefnisins framkvæmdaáætlun með  þarfagreining, frumhönnunartillaga sem Landmótun gerði og kostnaðaráætlun.   Auk þess hafði hópurinn í samræmi við tillögu að útfærslu leitað til sjóða og  efnisbyrgja og leiktækjaframleiðenda  um framlög í verkefnið.  Þá færðist verkið yfir á hendur framkvæmdasviðs Landspítala í hendur Aðalsteins Pálssonar  – deildarstjóri  hjá fasteigna-og rekstrasviðs Landsítala.  Var gerður samningur um lokahönnun og útboðsgögn og samvinnu við EFLU verkfræðistofu. Verkið var síðan boðið út í byrjun júní og var samið við skrúðgarðafyrirtækið Garðalausnir sem Ragnar S Guðmundsson rekur.  Farmkvæmdir hafa staðið yfir síðsumars og er nú lokið um miðjan september.

Þetta var upphaf að mjög ánægjulegu og skemmtilegu verkefni hjá Landmótun  sem hefur þróast mjög farsællega og til mikils sóma fyrir alla sem komið hafa að því.  Á Landmótun voru Einar og Kristbjörg í fyrirsvari.  Kristbjörg hefur síðan haft allan veg og vanda af hönnun og  mótun hugmynda sem komu fram í þarfagreiningu starfsfólks BUGL, útboði og síðan eftirliti með framkvæmdum sem fer senn að ljúka.
Kristbjörg vinnur nú að nýju masters verkefni  tengdur umhverfissálfræði. Þar sem lögð er rík áhersla á að móta umhverfi okkar í samræmi við heilsu og getu manna þannig að umhverfið hafi holl og nærandi áhrif á þann sem nýtur bæði andlega og líka líkamlega.