Fyrir mistök sendi Íslandsbanki út greiðsluseðla á reikninga Landmótunar, dagsettir 31.10.2012, sem eru innheimtir gegnum heimabanka.   Landmótun var hinsvegar búin að senda greiðsluseðla með reikninum eins og venjulega.  Ekki er verið að innheimta tvisvar heldur eru þessir tveir greiðsluseðlar á sömu kröfuna.  Ekki á að skipta máli hvor greiðsluseðillinn er greiddur og ekki á að vera hægt að greiða báða fyrir mistök.

Til að einfalda málið: Vinsamlegst hendið greiðsluseðlunum frá Íslandsbanka.

Biðjumst við margfaldlega velvirðingar á þessu.

Ástæðan er að verið er að leggja niður innheimtuleið Byr sem Landmótun hefur notað fram að þessu og flytja allt yfir í Íslandsbanka.