Brettagarður í Laugardal

Brettagarður í Laugardal

Grunnmynd af brettavellinumStaðsetning: Brettagarður við Engjaveg í Laugardal.
Notkun: Garður fyrir brettaíþróttir.
Samstarf: Verkfræðistofan EFLA. Hugmyndir og ómetanleg aðstoð:   Alexander “Lexi” Kárasson og  León í Mohawks.
Framkvæmd:  Brettavöllur og umhverfi:  SHV Pípulagnir. Bekkir voru smíðaðir hjá Öryggisgirðingum sf og laus tæki hjá Ístak.  Umsjón með framkvæmd hafði Jón Valgeir Björnsson hjá Forsjón.
Landslagsarkitektar Landmótun: Áslaug Traustadóttir.
Verkkaupi: Reykjavíkurborg.
Hönnunar- og verktími: 2012.

Haustið 2012 lauk framkvæmdum við nýjan brettagarð í Laugardal.  Unnið var með efni, liti og mismunandi halla og kanta. Markmiðið var að ná fram skemmtilegu og áhugaverðu svæði sem tæki mið af umhverfinu og gæfi marga möguleika til notkunnar. Unnið var að undirbúningi og hönnun í samvinnu við Skipulags og byggingarsvið, Umhverfis og samgöngusvið, ÍTR ofl. innan Reykjavíkurborgar.