Samið um gerð aðalskipulags Húnaþings vestra

Samið um gerð aðalskipulags Húnaþings vestra

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur gengið til samnings við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir allt sveitarfélagið. Hinn 1. janúar 2012 sameinuðust
sveitarfélögin Húnaþing vestra og Bæjarhreppur undir  nafninu Húnaþing vestra og er heildarstærð skipu­lags­svæð­is um 3.019 km2.

Nýtt aðalskipulag byggir á stefnumörkun, forsendum og uppdráttum frá gildandi aðalskipulögum, deiliskipulögum fyrir svæðið og landsáætlunum. Aðalskipulag Bæjarhrepps 2006-2026 var staðfest 17.12.1996 og aðalskipulag Húnaþings vestra 2002-2014 var staðfest 9. júní 2002.

Landmótun hafði áður unnið aðalskipulag fyrir Húnaþing vestra 2002-2014.  Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri en áætlað er að vinnunni verði lokið vorið 2014.