Hólmavík
Hólmavík

Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 var staðfest af umhverfisráðherra þann 21. júní síðastliðinn. Vinna við gerð nýs Aðalskipulags fyrir Strandabyggð hófst árið 2007 en sveitarfélagið varð til árið 2006 við sameiningu tveggja hreppa, Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps.

Leiðarljós skipulagsins var að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.

Landmótun þakkar íbúum Strandabyggðar og öllum sem komu að gerð skipulagsins fyrir gott samstarf.

Að hálfu Landmótunar var skipulagsvinnan í höndum Yngva Þórs Loftssonar, Óskars Arnar Gunnarssonar og Margrétar Ólafsdóttur. Valdimar Harðarson landslagsarkitekt vann við forsenduöflun í byrjun verksins. Sveitarstjórarnir Ásdís Leifsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir fylgdu eftir skipulagsvinnunni og voru tengiliðir við Landmótun.