Landmótun valin til að vinna aðalskipulag Garðabæjar

Landmótun valin til að vinna aðalskipulag Garðabæjar

Landmótun ásamt Teiknistofu arkitekta og EFLU hefur verið falið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ. Í vor óskaði bæjarstjórn Garðabæjar eftir ráðgjöfum til að vinna skipulagið og sóttu níu hópar um að vinna verkið. Öllum hópunum var gefið tækifæri til að kynna sig og nálgun sína á verkefnið. Var hópurinn sem Landmótun er hluti af valinn til að vinna verkið.

Garðabær er sjötta fjölmennasta sveitarfélag á landinu og er um krefjandi og áhugavert verkefni að ræða. Lögð verður áhersla á víðtækt samráð við íbúa, stjórnmálamenn og aðra hagsmunaðila. Vinnuaðferð við umhverfismat áætlana verður nýtt við mat og val á skipulagskostum. Úr ferlinu munu væntanlega koma aðgengileg og skýr skipulagsgögn sem nýtast vel við frekari þróun og ákvarðanatöku í bæjarfélaginu. Hjá Landmótun koma að verkinu Yngvi, Óskar, Margrét og María.