Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps

Auglýst er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps í Norður Botni og Hálfdán.

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 16. nóvember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Breytingin tekur á eftirfarandi þáttum; Í fyrsta lagi er nýtt efnistökusvæði á Hálfdáni við Bíldudalsveg nr. 63. Í öðru lagi fjögur ný iðnaðarsvæði eitt fyrir 25-40 KW smávirkjun í Keldá, 2 borholur og fiskeldi. Í þriðja lagi stækkun á iðnaðarsvæði I3 þar sem gert er ráð fyrir fiskeldi. Áætlað er að ársframleiðsla fiskeldis í Norður-Botni verði um 400 tonn.

Tillagan var kynnt á opnu húsi 19. september 2013. Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 9. desember nk. til 24. janúar 2014 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík.  Hér má nálgast uppdrátt og greinargerð. Tillagan er einnig á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps,http://www.talknafjordur.is/

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 24. janúar 2014. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.