2014
Tillaga VA Arkitekta ásamt Landmótun og verkfræðistofunni Eflu hlýtur fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðarbyggðar.
Í umsögn dómnefndar segir m.a:
“Hlaðið á milli menningarmiðstöðvarinnar og íþróttamannvirkisins er auðfinnanlegt og afar skemmtilega útfært. Þetta miðsvæði hefur allt til að bera til að verða eftirsóttur dvalarstaður fyrir alla borgarbúa.”
“Þakgarðar af ýmsu tagi bjóða upp á aðstöðu fyrir útikennslu og margs konar aðra nýtingarmöguleika. Beint aðgengi eldri nemenda að eigin þakgarði og bein tengsl við útivistarsvæðið í suðri auka enn á gæði tillögunnar. Smiðjunni er valinn góður staður í vestasta hluta byggingarinnar og er í beinum tengslum við skjólgott útisvæði og tengist báðum hæðum skólans.”
“Leikskólinn teygir sig til suðurs og mótar skjólgott útivistarsvæði fyrir yngri börnin og er staðsetningin með tilliti til núverandi Dalskóla afar heppileg.”
Hér má skoða hluta tillögunnar sem pdf skjöl í góðri upplausn:
yfirlitsmynd, tröpputorg-grunnmynd og mynd af tröpputorgi.