Sjóflóðavarnargarður, Drangagil Neskaupstað

Sjóflóðavarnargarður, Drangagil Neskaupstað

Staðsetning: Neskaupstaður.
Notkun: Varnargarður, útivist
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir
Verkkaupi:  Fjarðarbyggð / Ofanflóðasjóður, f.h. Umhverfisráðuneytis
Hönnunar- og verktími:  1997-2001
Stærð: 100.000 m²

Um er að ræða 400 m langan þvergarð og keilur, stíga og uppgræðslu vegna varnargarða sem ætlað er að verja miðhluta þéttbýlisins gegn snjóflóðum.  Þetta var 1. áfangi framkvæmda snjóflóðavarna á Neskaupstað.

Verkefni Landmótunar var að vinna fullnaðarhönnun til útboðs ásamt gerð deiliskipulags. Svæðið milli byggðar og varnargarðs var gert að útivistarsvæði og komið þar fyrir trjágróðri, stígum og áningarstöðum.

Unnið var markvist með  garðhliðina sem snýr að byggð en leitast var við að draga úr halla sem gerir það að verkum að garðurinn sést ekki mikið frá byggðinni. Uppgræðsla ofan varnargarðs miðaðist við að ná fram gróðursamfélagi sem líkast því sem fyrir var.

English: Design of grounds around Avalanche defense aerie. On the site is 400 m long wall and braking mounds for protection against snow avalanches. This is the first step in protection of the village. The area between the houses and the wall is designed as open green space with paths, rest aeries and tree planting. A thoughtful design of the slope results in the wall hardly being visible from the village.