Snjóflóðavarnargarður, Seljalandsmúli Ísafirði

Snjóflóðavarnargarður, Seljalandsmúli Ísafirði

Staðsetning: Ísafjörður.
Notkun: Varnargarður, útivist
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir, Þuríður Stefánsdóttir
Verkkaupi:  Ísafjarðarbær / Ofanflóðasjóður, f.h. Umhverfisráðuneytis
Hönnunar- og verktími:  2003-2005
Stærð: ~150.000 m²

700 m langur leiðigarður og keilur sem ætlað er að verja byggð í Seljalandshverfi á Ísafirði gegn snjóflóðum.
Verkefni Landmótunar var annars vegar að vinna gróft skipulag og gera kynningargögn að framkvæmdinni og hins vegar að vinna fullnaðar-hönnun til útboðs í samvinnu við Línuhönnun hf. Landslagshönnunin fólst í að móta land við leiðigarðinn og gera áætlun um uppgræðslu með tilliti til þess að ásýnd yrði sem best og að mynda útivistarsvæði til notkunar að sumri og vetri.

English: Design of avalanche defense aerie. On the site is 700 m long wall and braking mounds for protection against snow avalanches. This is the first step in protection of Ísafjörður. The area is designed as nature area with paths, rest aeries and planting of forest trees. The goal was to “recreate” the vegetation on the side so that with time the area would be part of the surroundings. The slops was design to harmony, as possible, with slops in the area.