16.01.2015
Landmótun tók þátt í hönnunarsamkeppni um Laugaveg. Um var að ræða lokaða hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta – FÍLA.

VS1403_Laugatorg VS1403_Megasartorg

Markmið tillögu Landmótunar var að skapa aðlaðandi borgarrými sem myndar ramma um fjölbreytt mannlíf. Gangandi vegfarendum er gert hærra undir höfði og aðgengi fyrir alla haft í fyrirrúmi um leið og virðing er borin fyrir sögunni og húsin fá meira pláss og meiri athygli. Lögð var áhersla á Laugaveginn sem stað þar sem umhverfið hvetur fólk til að ganga, staldra við, dvelja, njóta og taka þátt í mannlífi borgarinnar. Unnið var markvisst með yfirborð og horfið frá hefðbundnum aðskilnaði bíla og gangandi umferðar.

Í umsögn dómnefndar segir “tillagan felur í sér áhugaverðar hugmyndir. Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri.  Tillagan býður upp á hlýlegt yfirbragð götu og ýmsar góðar hugmyndir.”

Hér má skoða tillöguna, renningur og greinargerð .