Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn þriðjudaginn 24. nóvember við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum og hlutu Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum verðlaunin í ár. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fimm verkefni sem þóttu sigurstranglegust.

Eldheimar, er verk Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts á Landmótun, Axels Hallkells Jóhannessonar sýningarhönnuðar, Gagarín sem hannaði gagnvirka sýningarhluta og arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur.

getFile
Forsíðumynd Fréttablaðsins 25.11.2015, tekin við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2015.

Í tilkynningu frá dómnefnd segir: „Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“

Landmótun óskar Lilju og félögum hjartanlega til hamingju með Hönnunarverðlaun Íslands 2015.