Útsýnispallur við Svartafoss

Útsýnispallur við Svartafoss

  • Heiti verks: Útsýnispallur við Svartafoss
  • Hönnuðir: Þórhildur Þórhallsdóttir, Lilja K. Ólafsdóttir
  • Verkkaupi: Vatnajökulsþjóðgarður
  • Framkvæmdaraðili: Eystra Hraun ehf.
  • Hannað: 2014-2015
  • Framkvæmt: 2015
  • Sveitarfélag: Hornarfjörður
  • Samstarfsaðilar: EFLA Verkfræðistofa

Svartifoss er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Skaftafelli. Fossinn er staðsettur í sérlega fallegu umhverfi þar sem hann fellur ofan í 20 m háa stuðlabergsskál sem er umvafin birkikjarri. Tugir þúsunda ferðamanna leggja þangað leið sína á hverju sumri og einnig er mikill aukning gesta að vetri til. Afleiðing af því er að stígar upp að fossinum og umhverfi hans var farið að láta á sjá.

Hannaður var sérstakur útsýnisstaður við Svartafoss þar sem unnið var að því að stýra umferð og stuðla að minni ágangi á umhverfið, en einnig til að bæta upplifun gesta og gera veru þeirra á staðnum þægilegri. Sérstaklega var litið til þess að útsýnisstaðurinn myndi falla vel að umhverfinu og jafnframt geta rúmað töluverðan fjölda af gestum.

Sökum þess hve fosssinn er úr alfaraleið var valin sú leið að stálburðargrind var smíðuð á verkstæði og flutt á staðinn með þyrlu ásamt öðrum búnaði. Grafið var fyrir stöku undirstöðum en jarðraski haldið í lágmarki að öðru leyti. Á þann hátt er mögulegt að fjarlægja mannvirkið síðar án þess að það skilji eftir sig ummerki. Áhersla var lögð á vönduð og endingargóð efni og eru pallarnir gerðir að mestu úr stáli og að hluta til klæddir með lerki úr íslenskum skógum.

Svartifoss is perhaps the signature attraction of Skaftafell National Park in the East Region of Iceland, due to its hanging hexagonal basalt columns beneath the 20m tall waterfall. The large number of visitors the area receives all year round was starting to damage the fragile vegetation near the waterfall. A special resting place was designed, using existing boulders as mount for a step-like platform made of steel and Icelandic larch timber. The goal was to make a comfortable place for visitors and protect the nature at the same time.