• Heiti verks: Dalskóli leik- og grunnskólalóð 
  • Hönnuðir: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir
  • Verkkaupi: Reykjavík
  • Framkvæmdaraðili: Garðvélar
  • Hannað: 2015-2017
  • Framkvæmt: 2016-2017
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Samstarfsaðilar: VA-Arkitektar, VSÓ ráðgjöf

Árið 2014 hlaut tillaga VA Arkitekta ásamt Landmótun  og verkfræðistofunni Eflu fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal. Fyrsti áfangi lóðaframkvæmda er fyrir elsta stig leikskólans.

Skólinn liggur meðfram Úlfarsbraut og í lóðinni er mikill hæðarmunur sem unnið hefur verið með til að tryggja aðgengi allra um svæðið. Í  hönnun var lögð áhersla á tengingu skólalóðarinnar  við dalinn, þar sem leitast var við að mynda mjúk skil á milli lóðar og náttúrunnar.  Unnið er með blágrænar ofanvatnslausnir og yfirborðsvatni safnað saman og veitt út í núverandi votlendi neðan lóðar. Með markvissri gróðursetningu er leitast við að fá náttúruna til að fljóta inn í jaðra lóðarinnar en næst byggingunni eru harðir fletir. Setstallar úr lerki sunnan við bygginguna taka upp hæðarmun í lóð og mynda í senn áhorfendapalla, dvalarsvæði og tækifæri til ýmissa leikja. Stígar um lóðina skipta svæðinu upp í mismunandi rými með leikmöguleikum, með áherslu á frjálsan leik í jaðrinum.   

New kindergarten and school ground. The design focused on different spaces, indicated with floor material and use of vegetation. There are possibilities for various movements and activities, free games and ball playing. Different sitting areas in the school “square” provide a place for togetherness as well as solitude, using benches to create spaces. The use of colour and universal design makes the area welcoming, safe and easy to use.