KRAPAFLÓÐVARNIR Á ESKIFIRÐI – LJÓSÁ

KRAPAFLÓÐVARNIR Á ESKIFIRÐI – LJÓSÁ

  • Heiti verks: Krapaflóðvarnir á Eskifirði – Ljósá
  • Hönnuðir: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir & Þórhildur Þórhallsdóttir
  • Verkkaupi: Fjarðabyggð
  • Framkvæmdaraðili: Héraðsverk ehf.
  • Hannað: 2016-2017
  • Framkvæmt: 2017-2018
  • Sveitarfélag: Fjarðarbyggð
  • Samstarfsaðilar:  Efla verkfræðistofa
    Hægt er að sjá pdf. útgáfu af grunnmynd hér Grunnmynd – Ljósá

    Helstu heildarstærðir / Main dimensions:
    Framkvæmdasvæði / Construction area: 5700 m
    Lengd leiðigarðs / Length of deflecting wall: 73 m
    Mesta hæð leiðigarðs / Max height of deflecting wall: 3 m
    Lagfæring á árfarvegi / Improvment of river channels: 180 m
    Breidd árfarvegs / Width of river channel: 4 m
    Dýpkun árfarvegs / Deepening of river channel: 0-3 m
    Uppgræðslusvæði / Revegetation area: 2500 m2

 

Stefna stjórnvalda og markmið: (English below)
Frá upphafi 20. aldar hafa 210 látist í snjóflóðum og skriðuföllum á Íslandi, þar af 170 í snjóflóðum. Flest þessara flóða féllu í sjávarbyggðum sem byggst hafa upp í þröngum fjörðum við brattar fjallshlíðar. Í kjölfar mannskæðra snjóflóða sem féllu í Súðavík og á Flateyri 1995 og urðu 34 manns að bana, mörkuðu stjórnvöld stefnu um skipulagt áhættumat á hættusvæðum víðsvegar um landið og í kjölfarið markvissa uppbyggingu snjóflóðavarna.

Samkvæmt hættumati fyrir Fjarðabyggð, sem samþykkt var 2002, eru fimm svæði þar sem hættusvæði C er afmarkað í þéttbýlinu við Eskifjörð. Afmarkast þau af farvegum ánna Bleiksár, Grjótár, Lambeyrarár, Ljósár og Hlíðarendaár og taka til næsta nágrennis þeirra. Ofanflóð á þessum svæðum einkennast nær eingöngu af vatns-, aur- og krapaflóðum og er umfang flóða ráðandi fyrir ákvörðun um stærð varnargarða.  Markmið með byggingu varnarmannvirkja við árfarvegi  er að minnka hættusvæði C þannig að ekkert íbúðarhúsnæði á Eskifirði verði innan þess hættusvæðis. Þrátt fyrir að varnarvirkin dragi mikið úr áhættu vegna ofanflóða munu hættusvæði B og A áfram ná til stórs hluta byggðarinnar. Nauðsynlegt er að draga úr þeirri hættu með eftirliti og viðbúnaði þegar hætta er talin á ofanflóðum.

Framkvæmdasaga og tilgangur:
Framkvæmdin fólst í gerð ofanflóðavarna í og við farveg Ljósár á Eskifirði. Framkvæmdir hófust í mars 2017 og lauk haustið 2018. Að framkvæmdum loknum munu varnarvirkin stýra krapaflóðum um afmarkaða rás í gegnum bæinn, framhjá íbúðarhúsum og stystu leið niður í sjó.

Mannvirki og umhverfi:
Ofanflóðavarnir vegna aur-og skriðufalla felast aðallega í að leiða hugsanleg vatnsflóð og skriðuföll í styrktan farveg með því að breikka og dýpka farvegi sem skriður leita í og stýra þeim enn frekar með byggingu leiðiveggja/leiðigarða.
Farvegur Ljósár var breikkaður og dýpkaður á 230 m kafla til þess að auka flutningsgetu hans. Eftir framkvæmdir er botn farvegarins 4 m breiður, mótaður með grjóti og þverbitum úr steypu. Dýpt farvegarins er um 3 m og hliðarnar ýmist steyptar og/eða hlaðnar úr grjóti í einum eða tveimur stöllum. Báðu megin við efri hluta farvegarins, ofan við byggð við Steinholtsveg og Ljósárbrekku, voru steyptir leiðiveggir sem beina vatni og krapa niður í farveginn í aftakaflóðum. Veggirnir eru 30 og 40 m langir, allt að 3 m háir og að jafnaði með 38% langhalla.
Á Strandgötu og Steinholtsvegi voru eldri brúarmannvirki fjarlægð og steyptar nýjar brýr með tilheyrandi flutningi á lögnum og hjáleiðum fyrir umferð.
Þar sem árfarvegir liggja í gegnum byggð er áhersla lögð á mótvægisaðgerðir sem laga framkvæmdir eins vel og unnt er að náttúrulegu umhverfi og nýta þá möguleika sem gefast til þess að bæta umhverfið s.s. til útivistar.  Framkvæmdasvæðið við Ljósá var takmarkað og þurftu verktakar að athafna sig í árfarveginum að mestu. Sérstök áhersla var lögð á að vernda gróður og verja minjar neðan við gömlu rafstöðina.  Landmótun og yfirborðsfrágangur fólst í mótun lands við skurðbakka og leiðiveggi, gerð göngustíga og áningarstaðar, endurgerð á eldri grjóthleðslum við Rafstöð og nýjum grjóthleðsla. Unnið var með yfirborðsfrágang á steyptum veggjum og útilýsingu í vörnum við rafstöðina. Svæðið var jafnað  út og þökulagt og gróðursett á völdum stöðum. Niður við sjó var hlaðin grjótvörn sem er framhald af grjótveggjum við farveg.

Government policy and goals:

Snow avalanches and landslides have killed 210 people in Iceland since the beginning of the 20th century, 170 people have lost their lives in snow avalanches alone. Many of these avalanches and landslides have fallen on coastal villages that are located below steep slopes in narrow fjords.
After 34 people lost their lives in snow avalanches that hit the villages of Súðavík and Flateyri in the Westfjords of NW Iceland in 1995, the Icelandic government decided to make a systematic risk assessment for settled areas in the country.
The purpose of protection measures against avalanches and landslides is to ensure as far as possible the safety of people in endangered areas.
According to the hazard assessment for the community of Fjarðabyggð, which was officially attested by the Minister for the Environment in 2002, there are five main hazardous areas with category C hazard zones in Eskifjörður. This implies that protection measures for residential buildings in these areas are required. The hazard areas in Eskifjörður are mainly threatened by slushflows and torrents in the paths of the rivers and brooks that flow through the settlement, Bleiksá, Grjótá, Lambeyrará, Ljósá and Hlíðarendaá, and in their immediate neighbourhood. The purpose of the protection measures is to prevent slushflows and torrents to break out of their paths and into the settled area and guide them into the ocean or into uninhabited areas in the lowland. The protection measures reduce but do not eliminate the treat caused by the slushflows and the torrents and a substantial part of the settlements will be located within hazard zones B and A after their construction. It remains necessary to deal with this rest risk by monitoring and preparedness to evacuate endangered buildings during impending hazard.

Construction history:
The construction of protection measures for the path of Ljósá river started in March 2017 and was completed in the fall of 2018. The purpose of the measures is to guide slushflows and torrents in a confined path through the settlement away from neighbouring buildings and into the sea.

The defence structures and their surroundings:
The protection measures along Ljósá are designed to confine slushflow and torrents to their natural paths by deepening and widening the flow channels and additionally by constructing deflecting dams or walls along the banks.
The river channel was deepened by up to 3 m along a 180-m long and 4-m wide section. The banks are protectect from erosion with walls of reinforced concrete or blasted rock in one or two steps. Deflecting walls of reinfoced concrete along the upper part of the path above Steinholtsvegur and Ljósárbrekka are intended to guide extreme floods along the path. The walls are 30 and 40 m long each, up to 3 m high and constructed with a 38° slope along the channel.The landscaping of the constructions is intended to soften their visual impact and give the structures an alternative purpose for improving the environment and provide opportunities for outdoors activities. The area for the construction activity by Ljósá was limited and the contractor needed to confine his activity mostly to river path itself. Special emphasis was made to protect vegetation and cultural remains by the old hydropower plant. The landscaping effort included  construction of dry walls, revegetation, hiking paths and a resting place, and outdoors lighting by the old hydropower plant, in addition to several other measures to improve the environment.