Öndin í Ljósheimum

Öndin í Ljósheimum

  • Heiti verks: Öndin í Ljósheimum – Opin Leiksvæði 2021
  • Hönnuðir: Jóhann S. Pétursson og Skarphéðinn Njálsson
  • Verkkaupi: Reykjavíkurborg
  • Framkvæmdaraðili: Jóhann Helgi & Co.
  • Hannað: 2020-2021
  • Framkvæmt: 2021
  • Sveitarfélag: Reykjavíkurborg

 

FyrirEftir

Leiksvæðið í Ljósheimum var hluti af verkefni Reykjavíkurborgar þar sem valin leik- og dvalarsvæði voru endurgerð. Árið 2021 voru hönnuðir Landmótunar fengnir til að vinna að endurgerð leiksvæðanna. Verkefnin voru misstór og fjölbreytt en stærst þeirra var endurgerð leiksvæðis í Ljósheimum.
Leiksvæðið er skilgreint sem þemagarður og urðu fuglar valdir sem þema svæðisins. Á leiksvæðinu má sjá sérsmíðaðan æðablika ásamt fjöðrum á víð og dreif um leiksvæðið. Einnig er á svæðinu stórt hreiður með eggjum. Svæðinu er ætlað að ýta undir frjálsan leik ásamt því að vekja upp hugmyndaflug notenda þess og fuglaáhuga.
Öndin er helsta sérkenni svæðisins en hún er hönnuð og smíðuð af Monstrum sem er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sérhönnuðum leiktækjum. Annar búnaður á svæðinu svo sem hreiður, fjaðrir og bekkir eru hönnuð af Landmótun.

FyrirEftir