Félag landfræðinga heldur ráðstefnu um landnýtingu fimmtudaginn 27. október, klukkan 9:00. Ráðstefnan er haldin í NemaForum 4. hæð, Hafnarhvoli Tryggvagötu 11. Þátttaka kostar kr. 3000,- Innifalið léttur hádegisverður.

Fjöldi áhugaverða erinda verða á ráðstefnunni  m.a. verður Landmótun með erindi. sem ber heitið Deiliskipulag Heiðmerkur – Frá landgreiningu að tillögu. Þar sem fjallað um gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk. Heiðmörk er fyrst og fremst hugsuð sem vatnsverndarsvæði fyrir Reykjavík. Svæðið er jafnframt fjölbreytt skógivaxið útivistar- og náttúrusvæði með margþætta starfsemi sem þjónar borgarbúum og ýmsum tómstunda- og áhugamannahópum samhliða því að vernda viðkvæm náttúrusvæði.  Megin markmið með gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk var að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu.

Höfundar erindis eru Yngvi Þór Loftsson, Óskar Örn Gunnarsson og Margrét Ólafsdóttir.