Mósaíktjörn á Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði – forkynning


Á árunum 2005-2008 vann Landmótun að hönnun nánasta umhverfis nýbygginga á Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði. Húsin risu og lokið var við að ganga frá umhverfinu í megin atriðum, en vegna utankomandi aðstæðna varð að fresta því að ljúka frágangi við tjörn á lóðinni.
Á undirbúningstíma verksins vann Einar Birgisson landslagsarkitekt að hönnun svæðisins sem starfsmaður Landmótunar. Hann sá að ýmsir möguleikar gætu falist í því að leggja flísalistaverk í botn tjarnarinnar sem liggur á milli húsanna. Einar er hugmyndaríkur og góður teiknari og gerði mynd með ýmsum sjávardýrum fyrir íbúa að njóta frá íbúðum sínum og sem gæti einnig örvað börn að leik í og við tjörnina.
Nú hillir undir verklok við frágang lóðarinnar á Norðurbakka 1-3. Veðurblíðan í haust var nýtt til að leggja mósaíkmyndina í botn tjarnarinnar en hún er 60m x 4m að stærð eða 240 fermetrar. Vinna við lokafrágang, eins og að tengja vatn í tjörnina og ganga frá göngubrúm, mun fara fram í vetur og er formleg opnun svæðisins áætluð á komandi vori.
Arkitektar bygginga voru Arkþing, landslagsarkitektar Landmótun og byggingarverktaki ATAFL í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Þegar kom að mósaíkflísum var leitað til Víddar ehf í Kópavogi, sem sá um að koma á sambandi við ítalskan flísaframleiðanda, CE.SI. sem er staðsettur norðan við Mílanó.
Höfundur mósaíkmyndarinnar, Einar Birgisson landslagsarkitekt, býr nú og starfar í Þrándheimi í Noregi.
Ítarlegri kynning á verkefninu í heild bíður opnunar í vor.

Samkomuhúsið á Akureyri, bílastæði og umhverfisfrágangur.

Staðsetning: Akureyri, Samkomuhús.
Notkun: Bílastæði og gönguleiðir
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Áslaug Traustadóttir, Samson Bjarnar Harðarson
Verkkaupi:  Akureyrarbær
Hönnunar- og verktími:  2003-2006
Stærð: um 10.000 m²

Samkomuhúsið á Akureyri er reisuleg, sögufræg bygging sem hefur þjónað Akureyringum sem leikhús í langan tíma. Húsið var byggt árið 1906 og skömmu áður  en húsið varð 100 ára stóð Akureyrarbær fyrir gagngerum endurbótum á húsinu og umhverfi þess.

IMG_0001-fyrir

Árið 2003 lá fyrir að byggð yrði viðbygging við húsið og  um leið yrði Hafnarstræti endurgert á þessum stað; stétt breikuð framan við húsið og bætt við bílastæðum meðfram götunni eins og hægt var. Bílarnir voru hinsvegar mjög áberandi á brekkubrúninni og fjöldi stæða ekki fullnægjandi. Brekkan neðan við götuna var mjög brött og erfið í viðhaldi. Neðan við brekkuna var gamall þjóðvegur sem notaður sem göngustígur en var iðulega ófær vegna bleytu. Drottningarbrautin liggur nokkuð hærra en eldri þjóðvegurinn og fylltist svæðið oft af vatni í leysingum og miklum rigningu.

Myndin sýnir aðstæður 2004 –  fyrir framkvæmd.

SamkhusAk_08Hugmyndin byggir á að leysa þessi vandamál sem heild. Samkomuhúsið stendur á Barðsnefi í „miðri brekkunni“ og hefur óheft útsýni út á Pollinn. Ásýnd að húsinu er jafnframt mikilvæg þar sem það blasir við frá Drottningarbrautinni. Bílastæðin liggja nokkuð norðan við Samkomuhúsið. Stæðin eru afmörkuð af netgrindahleðslum með grasmön að utanverðu til að bílastæðin trufli síður ásýnd að Samkomuhúsinu . Ákveðið var að planta þétt í brekkuna milli bílastæðis og Hafnarstrætis til að takmarka ásýnd á bíla.

sk-snid1

 

 

Lagt var til að gerður var nýr malbikaður göngustígur aðeins utar og hærra yfir sjó en gamli þjóðvegurinn. Meðfram brekkunni er stígurinn afmarkaður með lágri netgrindahleðslu sem fyllt var aftan við með jarðvegi og þannig dregið talsvert úr halla í brekkunni.

 

Hugmyndasnið í brekkuna

 

SamkhusAk_01

Framkvæmdin tókst ágætlega að okkar mati.  Frá nýju bílastæðunum liggja tröppur, unnar í samvinnu við Finn Birgisson arkitekt. Útsýni út á Pollinn frá Samkomuhúsinu er óskert.

SamkhusAk_03

SamkhusAk_02

SamkhusAk_05