Landmannnalaugar fyrirlestur hjá Stjórnvísi

VS1401_skipulag22.01.2015 Í dag var haldinn morgunverðarfundur hjá Stjórnvísi þar sem yfirskriftin var Framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða.

Á fundinum kynntu Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Anna S. Jóhannsdóttir verkefni Landmótunar og VA arkitekta sem hlaut 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu. Kristveig Sigurðardóttir Verkís hélt einnig fyrirlestur.

Landmótun þakkar Stjórnvísi fyrir að hafa fengið tækifæri á að kynna tillöguna sína en hér má nálgast glærurnar –  Landmannalaugar

1. verðlaun í Geysissamkeppni

6.3.2014.
Tillaga Landmótunar  Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Verðlaunin voru afhennt 6. mars 2014 að Geysi í Haukadal.

Áhersla tillögunnar er að líta á hverasvæðið umhverfis Geysi heildstætt. Leiða umferð gesta þannig að þeir fái notið heimsóknarinnar og upplifi einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Vel búið svæði sem mætir kröfum þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir staðinn. Með bættu stígakerfi og áningarstöðum eykst öryggi gesta og tryggir náttúrulega framvindu hverasvæðisins.

Tillagan felur einnig í sér framtíðarsýn með flutningi á þjóðveginum suður fyrir þjónustukjarnan. Með því felst beinni og öruggari tenging milli þjónustusvæðins og hverasvæðisins, betri og skilvirkari aðkoma að svæðinu og aðskilnaður gangandi gesta og umferðar.

Hér fyrir neðan má sjá greinargerð og myndir af tillögunni sem var unnin í samvinnu við Argos arkitekta, Einar Á. E. Sæmundsen landslagsarkitekt og Gagarin.


Samið um gerð aðalskipulags Húnaþings vestra

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur gengið til samnings við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir allt sveitarfélagið. Hinn 1. janúar 2012 sameinuðust
sveitarfélögin Húnaþing vestra og Bæjarhreppur undir  nafninu Húnaþing vestra og er heildarstærð skipu­lags­svæð­is um 3.019 km2.

Nýtt aðalskipulag byggir á stefnumörkun, forsendum og uppdráttum frá gildandi aðalskipulögum, deiliskipulögum fyrir svæðið og landsáætlunum. Aðalskipulag Bæjarhrepps 2006-2026 var staðfest 17.12.1996 og aðalskipulag Húnaþings vestra 2002-2014 var staðfest 9. júní 2002.

Landmótun hafði áður unnið aðalskipulag fyrir Húnaþing vestra 2002-2014.  Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri en áætlað er að vinnunni verði lokið vorið 2014.