Akratorg tilnefnt til menningarverðlauna DV

Akratorg 16. júní 2016
Akratorg 16. júní 2014.

Landmótun hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Akratorg í flokknum Arkitektúr. Menningarverðlaunin verða afhent þriðjudaginn 24. mars næstkomandi í Iðnó og alls eru 45 verkefni tilnefnd í níu flokkum, þar af fimm í flokknum Arkitektúr. Hin verkefnin eru Hverfisgata 71a frá Studio Granda, Hús í Árborg frá PK arkitektum, Hæg breytileg átt sem er rannsóknarverkefni um borgaraumhverfi og íbúðagerð og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ frá A2F arkitektum.

Til viðbótar við menningarverðlaunin mun forseti Íslands veita heiðursverðlaun og einnig verða lesendaverðlaun dv.is veitt en hér er hægt að fara inn á vefinn og kjósa það verkefni sem lesendum lýst best á.

Landmótun og verkfræðistofan Verkís fengu nýlega Íslensku lýsingarverðlaunin fyrir Akratorg.

Landmótun hlaut 1. verðlaun í samkeppni um Landmannalaugar

Laugasvæðið217.12.204. Tillaga Landmótunar ásamt VA-arkitektum og Erni Þór Halldórssyni –Þar sem ljósgrýtið glóir– hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalauga. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (Fíla) efndu til samkeppninnar.  Niðurstöður dómnefndar voru kynntar 17. desember 2014.

Manngerð laug við tjaldsvæði

Tillagan byggir á þeirri hugmynd að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum vìðernum hálendisins á svæðinu við Laugahraunið. Þar sem ný gönguleið myndar samhangandi þráð sem nær frá nýju tjaldsvæði og móttökuhúsi við Sólvang og allt suður að Grænagili. Vörðuð gönguleiðin liggur meðfram áreyrum og leiðir ferðalanginn eftir „söguþræði“ Landmannalauga. Markmið tillögunnar er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Um sterka og djarfa skipulagshugmynd er að ræða sem getur myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu.  Djörf hugmynd er að hafa nýtt þjónustuhús og aðstöðu fyrir daggesti við Námskvísl. Tillagan hefur í för með gjörbreytta ásýnd Laugasvæðisins. Færsla vegar við gatnamót við Fjallabaksleið opnar gestum sýn inn í Laugar.

Að tillögunni unnu fyrir hönd Landmótunar Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir og Margrét Ólafsdóttir.

Hér má skoða hlutatillögunnar renningur og greinargerð .

 

Landmótun ásamt VA Arkitektum og Eflu sigra samkeppni um Úlfarsárdal

2014
Tillaga VA Arkitekta ásamt Landmótun  og verkfræðistofunni Eflu hlýtur fyrstu verðlaun í tveggja þrepa hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og AÍ um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðarbyggðar.

Í umsögn dómnefndar segir m.a:

“Hlaðið á milli menningarmiðstöðvarinnar og íþróttamannvirkisins er auðfinnanlegt og afar skemmtilega útfært. Þetta miðsvæði hefur allt til að bera til að verða eftirsóttur dvalarstaður fyrir alla borgarbúa.”
“Þ
akgarðar af ýmsu tagi bjóða upp á aðstöðu fyrir útikennslu og margs konar aðra nýtingarmöguleika. Beint aðgengi eldri nemenda að eigin þakgarði og bein tengsl við útivistarsvæðið í suðri auka enn á gæði tillögunnar. Smiðjunni er valinn góður staður í vestasta hluta byggingarinnar og er í beinum tengslum við skjólgott útisvæði og tengist báðum hæðum skólans.”
“Leikskólinn teygir sig til suðurs og mótar skjólgott útivistarsvæði fyrir yngri börnin og er staðsetningin með tilliti til núverandi Dalskóla afar heppileg.”

Hér má skoða hluta tillögunnar sem pdf skjöl í góðri upplausn:
yfirlitsmynd, tröpputorg-grunnmynd og mynd af tröpputorgi.