Landmótun

Kirkjugarður í Úlfarsfelli

1. Verðlaun Kirkjugarður Úlfarsfelli

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma valdi Landmótun til að vinna að mótun nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli í Reykjavík eftir lokaða samkeppni.

Grunnhugmyndin að kirkjugarði við Úlfarsfell kemur frá  þróun miðaldarbæja. Miðaldarbæirnir byrjuðu á ákveðnum stað og voru vel aðgreindir af náttúrlegum hindrunum eða mannvirkjum, en eftir því sem bæirnir uxu dreifðust þeir út frá hinum gamla kjarna í allar áttir.

Kirkjugarðurinn mun skiptast upp í miðjusvæði  og svæði fyrir utan miðjuna. Miðjan er afmörkuð af Hallsvegi  til suðurs  en að öðru leyti með hringlaga jarðvegsmön með vegghleðslu  sem snýr inn að miðju. Kirkjugarðsveggurinn verður kennileiti í garðinum, en jafnframt myndar hann afmarkað rými þar sem  fyrsti áfangi greftrunarsvæðis  verður. Í vegginn/mönina verða gerð skörð fyrir svæðagötur og þannig tengist miðja garðsins öðrum hlutum hans.

1. Verðlaun Kirkjugarður Úlfarsfelli

Einar Birgisson og Þórhildur Þórhallsdóttir unnu að samkeppninni fyrir hönd Landmótunnar