Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt er í undirbúningshóp fyrir „námsstefnu“ sem haldin verður á Íslandi um Evrópski landslagssamningurinn ELC 7-9.júní 2012

Nú er hafinn lokaundirbúningur fyrir „námsstefnu“ um Evrópska landslagssamninginn ELC. Undirbúningurinn hefur staðið allt síðasta ár og liggur fyrir að veitt verður fjármagni til verkefnisins úr sjóðum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Að undirbúningi stendur vinnuhópur sem skipulagsstjórar á Norðurlöndum stjórna. Íslenski vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum frá nokkrum stofnunum og FÍLA. Fulltrúarnir í undirbúningshópnum eru Inga Dagfinnsdóttir arkitekt frá Skipulagsstofnun, Kristinn Magnússon fornleifafræðingur frá Fornleifavernd ríkisins, Drífa Gústafsdóttir skipulagsfræðingur frá Umhverfisstofnun og Einari E.Sæmundsen landslagsarkitekt frá FÍLA. Umsýslu með störfum hópsins er í höndum Þórodds Þóroddssonar sérfræðingur í mat á umhverfisáhrifum hjá Skipulagsstofnun.

„Námsstefnan“ verður haldið dagana 7-9 júní n.k. á Hótel Selfossi og er gert ráð fyrir boðsþátttöku. Reiknað er með 20-30 erlendum fulltrúum og að boðið verði 30-40 íslendingum.

Að lokinni tveggja daga „námsstefnu“ með erindum og umræðum er áætlað að fara í skoðunarferð laugardaginn 9. Júní til að gæta að orkumannvirkjum í íslensku landslagi.
Þegar endanleg dagskrá liggur fyrir verður hún kynnt svo þeir sem áhuga hafa geti óskað eftir þátttöku. Einnig verður gefinn kostur á að hengja upp sýningarspjöld til að kynna dæmi um verkefni sem unnin hafa verið t.d. á Íslandi.

Íslenska þýðingu ELC samningnum er að finna á heimasíðu FÍLA