Það er okkur mikil ánægja að kynna tvo nýja eigendur að Landmótun. Frá ársbyrjun 2017 hafa Margrét Ólafsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir bæst við eigendahóp Landmótunar sf. Margrét Ólafsdóttir er landfræðingur og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Þórhildur Þórhallsdóttir er landslagsarkitekt frá Den Kgl. Veterinær og Landbohøjskole í Kaupmannahöfn.
Eigendur eru nú sex talsins, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Áslaug Traustadóttir, Óskar Örn Gunnarsson, Yngvi Þór Loftsson auk Margrétar og Þórhildar.