Eitt af  verkefnum Landmótunar þessi misserin er vinna við hverfisskipulag Breiðholts sem unnið er í ráðgjafahópi með Mannviti og VA Arkitektum. Vinnan við hverfisskipulagi er komin á fullt skrið en efnt var til íbúafundar í Gerðubergi 23. september síðastliðinn og var mæting með ágætum. Góður rómur var gerður af fundinum og voru fundargestir almennt jákvæðir og bjartsýnir fyrir hönd hverfisins.  Margskonar hugmyndir komu fram sem nýtast við áframhaldandi vinnslu hverfisskipulagsins.

Meðfylgjandi er mynd sem fengin er af fésbókarsíðu hverfisskipulagsins https://www.facebook.com/pages/Hverfisskipulag/361374473957238?fref=ts.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu hverfisskipulagsins, www.hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að nálgast ýmiskonar fróðleg gögn um lýðfræði, náttúrfar og fleira um borgina í heild sinni.