Þann 15. september 2014 varð  Landmótun 20 ára. Landmótun hefur starfað sem ráðgjafastofa frá því að hún var stofnuð 1994 og verið í stöðugri þróun.  Stofan hefur ávallt leitast við að vera í fararbroddi við að færa út verksvið landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða.

Á Landmótun er unnið á tveimur sviðum, skipulagi og hönnun auk þess sem stofan hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum, sinnt eftirliti með framkvæmdum og unnið að kortagerð svo eitthvað sé nefnt. Á síðustu 20 árum hefur stofan  tekið þátt í fjölmörgum samkeppnum og margoft unnið til verðlauna.

Verkefni Landmótunar er að finna í öllum landshlutum á Íslandi auk þess sem fyrirtækið hefur unnið að verkefnum á Grænlandi, í Færeyjum og Noregi.

Af tilefni afmælisins gaf Landmótun út bókina “Að móta land í 20 ár” sem fór síðan í sölu í nokkrum verslunum Eymundson.

Skoða netútgáfu:  Að móta land í 20 ár.