Bergheimar í Þorlákshöfn

Bergheimar í Þorlákshöfn

Staðsetning: Hafnarberg 32, Þorlákshöfn.
Notkun: Leikskólalóð
Landslagsarkitektar  Landmótun:  Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Kristbjörg Traustadóttir
Verkkaupi:  Sveitarfélagið Ölfus
Hönnunar- og verktími:  2012-2014
Stærð: 7.113 m² þar af leiksvæði 4.370 m²

Hönnun á endurgerð og stækkun leikskólalóðar.  Byggð var 470m2 viðbygging við skólann, reistar leiktækjageymslur og lóð endurgerð og stækkuð um 1600m2. Við hönnun lóðarinnar var lögð áhersla á gott flæði og fjölbreytileika þar sem unnið var með mismunandi efni og rými með áherslu á ímyndunarleiki. Haldið var í hraunfláka sem náttúrulegt svæði í jaðri og um miðbik lóðarinnar. Hringlaga malbikaður stígur með malarsvæði og leiktækjum í miðjunni var tengdur nýjum stígum og dvalarsvæðum.

 

Aðkoma að öllum deildum er um lóðina. Stígar eru ýmist malbikaðir, hellulagðir eða grasslóðar. Nærsvæði yngstu barnanna eru næst byggingunni og þar eru einnig timburverandir í skjólgóðum hornum sem gefa möguleika á að færa innileikinn út á góðviðrisdögum.

 

Góð yfirsýn er yfir lóðina, svið og setpallar eru á henni miðri og þeir tengjast jafnframt leik í hrauninu. Í skógarrjóðri í suðausturhorninu eru minni rými þar sem fjölbreyttir ímyndunarleikir geta farið fram, jafnframt því sem gróðurinn mun veita skjól fyrir suðaustanáttinni. Matjurtagarðar eru staðsettir á jaðri lóðarinnar. Allt hönnunarferlið var unnið í nánu samstarfi við leikskólastjóra og bæjaryfirvöld.

 

 

English:Landscape design to tender. Renovation and expansion of older kindergarten playground.  The design focused on “good flow” and diversity, using different materials and spaces with an emphasis on imagination play. Natural lava field is intact as much as possible with small paths running along the edges.